Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Qupperneq 6
höfðu flutt skýrslur sínar hófst almenn umræða
um málefni kaupfélagsins. Til máls tóku nokkrir
fundarmenn, en engin tillaga kom fram, sem
afstöðu þurfti að taka til.
Að þeirri umræðu lokinni voru bornar fram og
samþykktar tillögur um breytingar á samþykktum
Kaupfélags Pingeyinga. Egill Olgeirsson hafði
orð fyrir nefnd þeirri, sem fengið hafði það hlut-
verk að móta tillögurnar. Með honum störfuðu að
tillögugerðinni Þorgeir B. Hlöðversson, Böðvar
Jónsson, Hreiðar Karlsson, Sigurjón Jóhannes-
son og Indriði Ketilsson.
Með breytingunum hafa samþykktir K.Þ. verið
samræmdar nýsettum lögum um samvinnufélög.
Úthlutað var úr Menningarsjóði K.Þ. kr.
110.000,- til Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga
og kr. 110.000,- til Húsgulls á Húsavík. Hvoru
þessarra félaga voru því veittar eitt þúsund
krónur fyrir hvert starfsár Kaupfélags Þingey-
inga.
Ragnar Jóhann Jónsson flutti mjög athyglisvert
erindi um breytta stöðu smásöluverslunarinnar.
Það efni var sérmál fundarins og allnokkuð rætt.
Að beiðni úndirritaðs hefur Ragnar tekið erindið
saman og er það birt í þeim búnaði í þessu blaði.
Brynjar Sigtryggsson gaf ekki kost á sér til
endurkjörs í stjórn K.Þ. f hans stað var kosinn
frændi hans, Gunnar Páll Jóhannesson, Húsavík.
Egill Olgeirsson og Helga Valborg Pétursdóttir
voru endukjörin til stjórnarsetu.
í varastjórn voru kjörnir Kristján Kárason,
Hlöðver Pétur Hlöðversson og Bárður Guð-
mundsson, dýralæknir.
Stjórn Kaupfélags Þingeyinga er nú þannig
skipuð:
Egill Olgeirsson, stjórnarformaður, Ari Teitsson,
varaformaður, Helga Valborg Pétursdóttir, rit-
ari, Böðvar Jónsson, Halldóra Jónsdóttir, Skarp-
héðinn Sigurðsson, Gunnar Páll Jóhannesson.
Varamenn í stjórn eru: Kristján Kárason,
Hlöðver Pétur Hlöðversson, Bárður Guðmunds-
son.
Fulltrúi starfsmanna í stjórn K.Þ. er Þorkell
Björnsson.
Hér lýkur að segja frá aðalfundi K.Þ. 1992.
Þormóður Jónsson
Þú átt ESSO alltaf að - Einnig um helgar
GótJar vörur, goft verð og
greiðslukortaþjónusta
á bensinstöðvum ESSO
ESSO
Olíufélagifl hf
Grill, gasgrill og grillvörur, ýmis garðáhöld, útileíkföng og dót fyrir börnin,
áhöld fyrir gorðinn, veiðidót, útilegudót og að sjálfsögðu
allt mögulegt fyrir bílinn.
oo0 BTU H-brennan, ryðtrlr - dn
6