Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Qupperneq 13
lagan var samþykkt.
Margeir Daníelsson, forstöðumaður Sam-
vinnulífeyrissjóðsins, flutti skýrslu um sjóðinn.
Staða sjóðsins er góð og stjórn hans vinnur að
gerð tillagna, sem miða að því að tryggja framtíð
hans.
Aðalfundur Sambandsins hefur til þessa verið
aðalfundur Samvinnulífeyrissjóðsins. í breyttri
reglugerð um hann er gert ráð fyrir sérstökum
aðalfundi sjóðsins.
Þegar Margeir Daníelsson hafði lokið að flytja
skýrslu sína, kom loks til nokkurrar umræðu á
fundinum. Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi, tók til máls og taldi ábyrgðar-
hluta að ræða ekki málefni Sambandsins. Þótt
rekstrarvandi Sambandsins og Sambandsfélag-
anna sé mikill má ekki fara svo, að við treystum
okkur ekki til að tala um hann. Ekki má ganga til
stjórnarkjörs án þess, að stefna hafi verið
mörkuð. Breyta þarf starfsháttum Miklagarðs og
haga svo til, að kaupfélög geti fengið vörur úr
birgðum Miklagarðs á kostnaðarverði.
Gunnlaugur P. Kristinsson, Akureyri, minnti
á, að í samþykktum Sambandsins væru ákvæði
um, að útbreiða skuli þekkingu á samvinnu-
málum og spurði hvað stjórn Sambandsins hygð-
ist fyrir í þeim efnum.
Sigurður Markússon svaraði Þóri Páli á þann
veg, að í fyrra hefði verið gerð áætlun um að láta
nýju hlutafélögin skila hagnaði. Sú áætlun
stendur, en til að ná því markmiði þarf að breyta
starfi félaganna.
Við fyrirspurn Gunnlaugs P. Kristinssonar um
að breiða út þekkingu á samvinnumálum kom
ekkert svar.
Björn Ingimarsson, framkvæmdastjóri Mikla-
garðs, greindi frá því, að unnið væri að breyt-
ingum á innflutningsverslun Miklagarðs á þann
veg, að hagsbætur verði af fyrir kaupfélögin.
Hann lagði áherslu á nauðsyn þess, að gott sam-
starf sé á milli kaupfélaganna og Miklagarðs.
Svo lauk umræðu og var gengið til kosninga.
Sigurður Markússon var endurkjörinn for-
maður sambandsstjórnar. Með honum í stjórnina
voru kosin: Þórhalla Snæþórsdóttir, kfstj. Stöð-
varfirði, Jón Alfreðsson, kfstj. Hólmavík,
Sigurður Kristjánsson, kfstj. Selfossi, Jóhannes
Sigvaldason, stjórrnarformaður KEA, Þorsteinn
Sveinsson, kfstj. Egilsstöðum, Þórir Páll Guð-
jónsson, kfstj. Borgarnesi.
Varamenn voru kosnir: Gísli Jónatansson,
kfstj. Fáskrúðsfirði, Birna Bjarnadóttir, Reykja-
vík, Egill Olgeirsson, stjórnarformaður Kf. Þing-
eyinga.
Að svo búnu var aðalfundi Sambands íslenskra
samvinnufélaga slitið.
Þormóður Jónsson
HÚSEIGENDUR munið
að við getum nú boðið
utanhússmálningu,
þakmálningu og viðarvörn
allt í stíl.
13