Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 8

Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Síða 8
Það er ekkert mat lagt á þjónustu verslananna, sem er stór þaítur í starfsemi sumra þeirra. T.d. er vöruúrval og opnunartími mjög mismunandi, sumar verslanir taka ekki við greiðslukortum og sumar þeirra sem taka við greiðslukortum veita staðgreiðsluafslátt. Þótt ekki væri tekið tillit til annars en staðgreiðsuafsláttarins yrði Matbær, svo dæmi sé tekið, töluvert undir landsmeðaltal- inu. í gegnum tíðina hafa menn einblínt á verðlag smásölustigsins og talið að verðmunur milli versl- ana myndist á því stigi. Þróunin á síðustu mis- serum bendir til þess að þetta sé ekki allskostar rétt skýring og að ákveðinn og vaxanmdi munur myndist á heildsölustiginu. Eins og ég gat um hér áðan tókst heildsölustiginu að nýta sér, eða réttara sagt að misnota, fengið frelsi í verðlags- málum. Af könnun sem við höfum gert teljum við ljóst að álagning heildsölustigsins sé í mörgum til- vikum komin langt út fyrir allt velsæmi. Svigrúm sem þessi álagning gefur er nýtt til að veita stór- mörkuðum verulega afslætti umfram miðlungs og smærri verslanir. í sjálfu sér er þetta skiljanlegt í ljósi þess hve markaðsráðandi stórmarkaðir eru, það er að segja að það er ekkert samræmi á milli þessara tveggja verslunarstiga, þar sem heildsal- arnir eru margir og smáir borið saman við þessa risa á smásölumarkaðnum. Afleiðingin er eftir sem áður alvarleg, þar sem veikleiki heildsölu- stigsins hefur óeðlileg áhrif á verðlag smásölu- stigsins og samkeppnisstöðu einstakra aðila inn- byrðis. Það er alveg ljóst að heildverslunin verður að breyta sínu verklagi ef hún ætlar að halda velli. Þróunin er sú að öll landamæri í viðskiptalegum skilningi eru í auknum mæli að hverfa. í ljósi þeirrar staðreyndar sjáum við þann möguleika að kaupa með aukinni hagkvæmni beint af heild- verslunum erlendis. Að vísu þekkist ekki sú teg- und heildverslunar sem við. lifum við, í okkar næstu nágrannalöndum. Þar eru rekin á þessu verslunarstigi stór vöruhús sem þjóna mörgum stórum verslunarkeðjum og smærri kaupmönn- um. Enginn einn smásöluaðili er það sterkur mar- kaðslega í samanburði við slík vöruhús eða heild- verslanir að hann nái að þvinga fram óeðlileg kjör sér til handa á kostnað þeirra smærri. Álagning er í algjöru lágmarki og verði hagnaður af rek- strinum umfram eitthvað sem telst eðlilegt eða viðunandi, er því sem umfram er úthlutað til smásöluverslananna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Verðmunur á heildsölustiginu, milli allra stærstu verslananna og þeirra allra smæstu, getur orðið allt að 6%. Ætli við getum ekki verið að tala um allt að 25 til 30% mun í slíkum tilvikum hér- lendis. Það sér hver heilvita maður að þetta er rugl sem ekki gengur lengur og það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á, færist heildsölustigið í auknum mæli úr landi. Þótt ég hafi hér í máli mínu eingöngu rætt um matvöruverslunina þá er svipað ástand í sérvör- unni hvað verðlag og álagningu varðar á heild- sölustiginu. Samkeppnin á smásölustiginu er að vísu ekki eins grimm, hins vegar hefur hún vaxið í kjölfar aukinnar tíðni verðlagskannana, t.d. á rekstrarvörum til landbúnaðar, en þar þykjumst við sjá sömu tilhneigingu og í matvörunni. Smá- salar miða að því að koma vel út í verðlag- skönnunum. f sjálfu sér er það af hinu góða, en hættan er sú að slíkt fari úr böndum. Hættan getur legið í því að samkeppnin verði það hörð á milli stærstu aðilanna að allt jafnvægi riðlist. Við því verðum við að bregðast af ítrustu varfærni. Það er að stefna ekki afkomunni í hættu, því það er hún, og aðeins hún, sem tryggir okkur áframhaldandi rekstur og það að þjónustan haldist í heimabyggð. í því sambandi verðum við að gæta þess að drepa ekki hvor annan í heiftarlegri samkeppni hér heima fyrir. T.d. hefur aðalfundarfulltrúum kaupfélagsins og félagsmönnum á deildarfundum orðið tíðrætt um rekstur okkar á söluskálanum hér á Húsavík, sem erfitt hefur reynst að ná upp fyrir strikið. Eflaust getum við gert betur í þeim rekstri og okkur ber að gera betur ef þess er nokkur kostur. Hins vegar er að einu leyti við ramman reip að draga. Samkeppnin á þessum markaði er gífurleg og þjónustustigið mjög hátt. í bænum eru reknar þrjár bensínstöðvar og þrír söluturnar sem eru opnir alla daga vikunnar til klukkan tíu á kvöldin, frá klukkan átta eða níu á morgnana. Þetta háa þjónustustig kostar sitt og getur ekki komið fram nema í því að þjónustan, verði dýrari eða í lélegri afkomu. Svona til gamans, þótt grátlegt sé, þá má geta þess, að þessi 8

x

Boðberi K.Þ.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.