Boðberi K.Þ. - 01.06.1992, Side 4
stöðu. Sé um skuld að ræða í almennum við-
skiptareikningi, ber hún aðeins vexti, en
ekki annan kostnað svo sem lántökugjöld,
stimpilgjöld o.fl.
V.
Miklar áhyggjur hafa lagst á þjóðina í
seinni tíð og gætir þeirra mjög í allri umræðu
fjölmiðla. Þessu valda margs konar ótíðindi,
m.a. óvissa um samninga okkar við aðrar
þjóðir varðandi EES og GATT, ásamt fyrir-
sjáanlegum og ófyrirséðum samdrætti í land-
búnaði. Síðar bættist við spá um minnkandi
ferðamannastraum og loks um enn frekari
samdrátt í þorskveiðum. Raunar ber fræði-
mönnum engan veginn saman í áliti sínu eða
túlkun á þessum tíðindum, en engu að síður
gætir vaxandi bölsýni og atvinnuleysi með
þjóðinni er orðið meira en flestir muna.
Það er talsverð nýlunda fyrir okkur íslend-
inga að fást við vanda af þessu tagi. Við
höfum tamið okkur eins konar veiðimann-
ahugsun og reiknum gjarnan með góðum
afla, hækkandi verði og miklum tekjum. Við
erum því fremur óvanir að takast á við sam-
drátt og kreppuástand og höfum ofurlitla til-
hneigingu til að láta hugfallast.
Þetta megum við þó alls ekki gera. Það má
hvorki láta aðsteðjandi vanda, fjölmiðla né
stjórnmálamenn draga allan kjark og sjálfs-
bjargarviðleitni úr fólki, þótt vissulega séu
margar blikur á lofti.
Við slíkar aðstæður á þjóðin að endur-
meta stöðu sína, leita nýrra leiða og atvinnu-
tækifæra og leggja aukna áherslu á menntun,
jafnframt því að gæta ítrasta hófs í fjár-
málum og eyðslu. Þannig er hægt að nýta
tímabundið andstreymi til nokkurs ávinn-
ings og það ber okkur að reyna með öllu
móti.
Með félagskveðju
Hreiðar Karlsson
BÆNDUR
í sumar bjóðum við tvœr gerðir af
baggaplasti í tveimur verðflokkum.
Eins og undanfarin ár bjóðum við
Teno plastið frá Svíþjóð
á sama verði og ífyrra.
Einnig bjóðum við enskt plast -
Silaflex - sem er á mun lœgra verði.
$MiHAN
4