Innsýn - 01.01.1984, Side 2

Innsýn - 01.01.1984, Side 2
Uií§l§ 2 ★ ★ ★ FRÁ RITSTJÓRNINNI ★ ★★ Heð þessu fyrsta tölu- blaði ársins 1984 sendir ritstjórn INNSÝNAR lesendum sínum hugheilar kveðjur og hamingjuóskir um velgegni á nýja árinu. í þessari kveðju er fólgið þakklæti til ykkar allra sem með árskriftargjöldum hafið stutt útgáfu blaðsins. Sérstakar kveðjur flytjum við öllum sem hafa lagt til efni í blaðið, annað hvort frumsamið eða þýtt. Þið eigið sennilega bágt með að ímynda ykkur hvað það yljar okkur um hjartaræturnar þegar þið sendið til okkar efni eða verðið við beiðni okkar um að þýða ákveðnar greinar, En þið megið ekki gleyma, að INNSÝN er ykkar vett- vangur - blaðið ykkar. Og það þýðir ekki aðeins að þið getið lesið INNSÝN, heldur að þið getið einnig notfært ykkur blaðið ykkar til að koma á framfæri ýmsu sem liggur ykkur á hjarta. Hefurðu lagt drög að grein sem þú hefur ekki ennþá komið á framfæri? Hvað með INNSÝN? Býrðu yfir ein- hverri snjallri hygmynd til að koma vissri hugsun eða boðskap vel til skila? INNSÝN bíður eftir slíku. Hefurður ort ljóð, teiknað mynd, eða sett saman hnitmiðaða hugleiðingu, sem vinir þínir hafa hrósað? í INNSÝN með það! Gerum INNSÝN að lifandi tvístefnurás! Megi Guð blessa áhrif INNSÝNAR á komandi ári. Árni Hólm # INNSÝN: Kristilegt blað fyrir ungt fólk. Útgefendur: Sjöunda dags aðventistar á íslandi, Pósthólf 262, Reykjavík. Ritstjóm: Pröstur B. Steinþórsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður; Árni Hólm, Henrik Jorgensen. Hönnun: Jeanette A. Snorrason. Áskriftargjald: Innanlands 1984 er kr. 250,00. Skoðanir og túlkanir sem birtast í lesendadálkum blaðsins, aðsendum greinum eða viðtölum em ekki endilega skoðanir ritstjómarinnar eða útgefenda.

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.