Innsýn - 01.01.1984, Side 10

Innsýn - 01.01.1984, Side 10
OPNAN OKKAR María Gomez, mamma hennar og lítill bróðir sem hét Arturo, áttu heima í Suðurhluta Bandaríkjanna, í sólinni í Mexíkó. Litla heimilið þeirra var langt fyrir utan borgina, nálægt Kyrrahafinu. Faðir hennar hafði verið sjómaður, en dag einn hafði ógurlegur stormur tekið hann í burtu frá þeim. Og nú áttu þau þrjú bara heima í litla húsinu. Stundum léku María og Arturo sér á hvítri, sendinni ströndinni. Og stundum hjálpuðu þau mömmu sinni að selja pappírsblóm nálægt stóra markaðstorginu í borginni. Á morgun átti mamma afmæli. Og Maríu langaði afskaplega mikið til að gefa henni einhverja gjöf. Loksins datt henni dálítið í hug. "Ég skal selja blómin á morgun svo að þú og Arturo getið eytt deginum á ströndinni", sagði hún við mömmu sína. "En góð hugmynd!" sagði mamma. "En heldurðu að þú getir selt blóm?" "Ef til vill ekki öll. En ég veit hvernig á að skipta peningum. Og ég veit hve mikið hvert blóm kostar, og ég skal reyna mitt besta." Brúnu augun hennar mömmu brostu til Maríu. "Það er allt í lagi þótt þú seljir ekki öll blómin. Það verður góð gjöf að þurfa ekki að fara á markaðinn í heilan dag."^ Frú Gomez bjó til blómin um kvöldið. Hún bjó blómin til úr skærum, björtum, glitrandi lituðum pappír sem virtist vera sprelllifandi. Sum voru jafnstór og höfuðið á Arturo. Sum voru lítil

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.