Innsýn - 01.01.1984, Page 14

Innsýn - 01.01.1984, Page 14
14 FflPifl flEM Eftir Paula Campbell Gráu augun hennar gátu verið hörð og miskunnarlaus eina stundina og síðan breyst næstu stundina í starandi, tómlegt augnaráð. Hún hló oft. Þegar hún hló, birti yfir öllu herberginu. Það var djúpur hlátur, sem kom frá hjartanu. Og ég þóttist viss um, þegar ég heyrði þennan hlátur, að einhvern tíma hefði hann getað komið englum til að syngja. Hún sat stundum í einkennilegum stellingum klukkustundum saman og starði út í loftið með lítilsháttar bros á vör. Hún sagði fátt, og þegar hún talaði skildi ég hana ekki alltaf, sérstaklega þegar ég var bara tíu ára gömul. Á hverjum degi var amma að "fara heim." Hún var vön að standa upp frá ruggu- stólnum sínum við gluggann og staulast fram að dyrunum. Hún lagði flatann lófann á húsgögnin sem hún gekk framhjá, rétt eins og hún væri að þurrka rykið af þeim. "Hvert ertu að fara?" var mamma vön að spyrja. "Ég er að fara heim", svaraði amma alltaf með titrandi röddu. "Ég verð að fara heim. Oerry þarfnast mín og mamma fer að undrast yfir hvar ég sé. Þú veist að það er orðið framorðið." "Allt í lagi, hvar áttu heima?" Mamma reyndi þannig að draga athygli hennar frá þessu - eða fá hana til að verða róleg. "Ég skal labba með þér."

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.