Innsýn - 01.01.1984, Qupperneq 15

Innsýn - 01.01.1984, Qupperneq 15
15 "Rétt hinum megin við þessa litlu hæð." Augu mín fylgdu eftir hreyfingu handar hennar þegar hún benti út um gluggann. Við áttum þá heima á bóndabýli - bóndabýli ömmu, þar sem hún hafði unnið við að sjóða niður grænmeti fyrir veturinn. Þetta var heimilið þar sem hún ól upp börnin sín fimm, að mömmu meðtalinni, heimilið þar sem hún eyddi fimmtíu árum ævi sinnar í að fæða umrenninga, kaupa stríð- skuldabréf og horfa á lestirnar bruna til óþekktra staða. Afa hafði fundist gaman að eiga heima við járnbrautarteinana. Hann var vélfræðingur og var alltaf með húfu með bláum og hvítum röndum eins og lestarstjórar. Hann var dáinn núna og amma vildi fara heim. Amma og mamma gengu svo niður malarveginn, arm í arm, framhjá hænsnakofanum og vínviðnum. Amma var vön að kíkja á bak við öll tré og fyrir öll horn af mikilli ákefð - til að finna heimili sitt. Og þær voru vanar að tala saman, þær tvær. Ég veit ekki hvað þær töluðu um. Ég fór aldrei með þeim í þessar gönguferðir. Amma gerði mig smeyka þegar hún lét svona. Ég skildi hana ekki, eða hvers vegna hún vildi fara "heim." En ég ímynda mér að þær hafi talað um blóm og fugla, og Oerry og heimilið. Eftir að hafa gengið í, að því er virtist, marga klukkutíma komu þær til baka að bakdyrunum. Það brakaði í borðunum í bakdyrapallinum og small í skónum þeirra. Skrefin hjá mömmu voru ákveðin og örugg, en skrefin hjá ömmu mjúk og þýð eins og þegar gluggatjöld strjúkast við gluggasyllu. "Það er orðið framorðið og ég er viss um að mamma þín myndi ekki vilja að þú værir á ferli eftir rökkur. Viltu bara ekki vera hér hjá okkur í nótt?" "En ég verð að komast heim," svaraði amma með kvíða í röddinni og byrjaði að færa sig fram eftir pallinum. "Hvar áttu þá heima? Ég skal fara með þér," sagði mamma með róandi röddu. Tárin fóru að streyma úr augum ömmu og hún sagði grátandi: "Ég veit ekki hvar ég á heima, ég hef verið að leita, en get ekki fundið hvar." Rödd hennar dó út. "Vertu hjá mér í nótt," var mamma þá vön að segja. ‘"Kannski lítur þetta öðru vísi út í fyrramálið." Amma vara ð leita að heimili í fimm ár. Árið 1974 var hún eins og níu ára

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.