Innsýn - 01.01.1984, Qupperneq 16

Innsýn - 01.01.1984, Qupperneq 16
16 barn, og fljótlega eftir það sjö ára. Hún varð máttvana og jafnvel þó hún vildi enn fara heim, gat -hún ekki komist úr hjólastólnum til að leita. Hún þrýsti sér að annarri hlið stólsins og lét sig falla á hné. Mamma var þá vön að hlaupa til hennar, reisa hana upp, setja hana aftur.í stólinn og leggja sjal yfir hnén á henni. Þá kom stundum gretta á andlit ömmu og hún sagði með samanbitnum vörum: "Eg skal gefa þér einn á'ann." Og beina- og sinaber höndin lyftist máttleysislega upp og engu var líkara en að giftingarhringurinn á hendinni væri of þungur fyrir hana. "Oá, gerðu það bara," sagði mamma þá og hún var vön að bregða upp krepptum höndunum og þykjast vera hnefaleikamaður. Þá var það að reiði ömmu breyttist í hlátur. Síðan hlóu þær, þangað til amma var búin að gleyma þessu öllu. Venjulega tók þetta ekki langan tíma. Hún var fljót að gleyma. Ég fylgdist með ömmu þegar hún varð þriggja ára. Þegar svo var komið var ekki meira um hlátur, og hún talaði ekki framar um að fara heim. Hún lá í rúminu og hjalaði og bablaði. Amma dó daginn fyrir þakkardaginn (Thanksgiving- day í Bandarríkjunum) . Hún hafði sofnað og gleymt að vakna aftur. Mamma var þá hjá henni. Og ég heyrði hana hvísla þegar hún beygði sig yfir hana og kyssti hana á kinnina: "Nú verður ekki langt þangað til þú verður komin heim." • Insight 1983 Árni Hólm þýddi "Okkar fyrsta verk í þessari nýju kirkju er að taka upp samskot fyrir stólum."

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.