Innsýn - 01.04.1984, Qupperneq 7

Innsýn - 01.04.1984, Qupperneq 7
hvíldardagsskólann alla vikuna. Ef til vill lærðist eitthvað þrátt fyrir allt. Næsta föstudag kom ég snemma. Strákahópur stóð í kringum Mike og annan dreng sem voru í áflogum. Skrækir smugu loftið: "Gefðu'onum á 'ann! Bravó! Malað'ann!" "Kennarinn!" sagði einhver til viðvörunar. Drengirnir dreifðust, og áflogahundarnir hættu. Mike var með fossandi blóðnasir. Hann muldraði: "Við erum bara að leika okkur." Þegar söngurinn var að enda voru slagsmálahetjurnar tvær saman um söngbók og glottu eins og hetjur. Það reið baggamuninn! Hversu mörg áflog? Hversu margar lexíur um að Sesús gjaldi ekki líku líkt? Hvaða gagn var að þeim? Ég vildi ekki fara aftur til vinnubúðanna, og gerði Brownhjónunum grein fyrir ástæðum mínum. Þau mótmæltu mér ekki. En á miðvikudag- inn hringdi hr. Brown. Hann bað mig að flytja erindi um hlýðni og hafa Rúben með mér. Ég hafði haft Rúben, hinn uppvöðslusama, stóra blend- ingshund minn með mér í hlýðniþjálfunartíma. í fyrstu tímunum vildi hann fljúgast á við alla hunda sem komu nálægt okkur. Kennarinn sagði að ef ég gæti ekki vanið Rúben þá kærði hann sig ekki um að ég kæmi aftur. Ég glímdi við Rúben alla vikuna, og hann tók framförum. Eftir margra vikna tamningu var hann orðinn ljúfur sem lamb. Ég fór með Rúben í hvíldardagsskólann. Honum þótti gaman að leika listir sínar fyrir börn. Ég lét hann standa á afturlöppunum, koma til mín, standa kyrran, sitja. Hann lék líka nokkrar listir sem ég hafði kennt honum. Ég sagði börnunum að hvaða hundur sem væri, hvort sem hann væri blendingur eða hreinræktaður, gæti orðið að hlýðnu gæludýri ef komið væri fram við hann með nærgætni og festu. Þá sagði Mike upp úr eins manns hljóði: "Svoleiðis fer Oesús að. Hann tekur hvaða krakka sem er og elskar þá.

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.