Innsýn - 01.04.1984, Page 9

Innsýn - 01.04.1984, Page 9
H1N30 "Af hverju? Af hverju ekki?" "Hefurðu ekki frétt það?" spurði hann. "Nei. Hvað er það?" "Það eru sorgarfréttir. Mike og nokkrir drengir aðrir voru að ríða berbakt og beislislaust í haganum hjá vinnubúðunum í gær. Mike datt af baki og hesturinn sló hann í höfuðið. Hann er dáinn." Þetta var reiðarslag. Mike, með sitt bjarta bros og þrá eftir að fylgja Clesú, var horfinn. Hann mundi aldrei oftar sitja á fellistól sínum. Sjöbræðra- kóngurinn. Við vorum utanveltu við jarðarförina. Ég leit á foreldrana. Foreldra barna sem voru mér kær. í fátæklegum sparifötum sínum störðu þau beint fram fyrir sig á óvandaða gráa kistuna. Þau höfðu þörf fyrir að þekkja desú. Mundu börnin leiða þau á rétta braut? Ný spurning, en ekki ný efasemd, því að ég hafði lært að treysta öesú. Hinn ungi prestur reyndi árangurslaust að fá fólkið til að gleyma sorg sinni. Fullyrðingar hans voru án fyrirheits. Ég minnist einnar setningar: "Við vitum ekki hvers vegna þetta gerðist. Ef til vill vantaði Guð miðherja í fótboltalið sitt á himnum." Mike er ekki á himnum að leika sem miðherji í fótboltaliði . Og ef Mike væri að segja frá, mundi það vera á þessa leið: "Það virðist eins og augnablik, þá vakna ég og við munum öll svífa upp þangað á glerhafið og sennilega rekst ég á ykkur og segi "HÆ!"." # Gissur ó. Erlingsson þýddi.

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.