Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 21
19
Húsnœðis-, skipulags- og hreinsunarmál.
Undir þennan lið færist m. a. kostnaður við skrifstofur bæjarverkfræðinga og
sorphreinsun. Undir fjármunamyndun hefur verið færður kostnaður vegna
bygginga á íbúðarhúsnæði og einnig kaup á landi vegna skipulags.
Menningarmál.
Undir þennan lið færast útgjöld vegna safna, lista, íþrótta, útivistar og trúmála. I
tekjutilfærslum er færð ráðstöfun á tilfærðum Sóknar- og kirkjugarðsgjöldunt
2.315 m.gkr. Eins og getið er um hér að framan þá geta íþróttahús sem tilheyra
skólahúsnæði verið færð hér undir verga fjármunamyndun.
Orkumál.
Hér færist m. a. útgjöld vegna Orkustofnunar og Rafmagnseftirlits ríkisins.
Landbúnaðarmál.
Með landbúnaðarmálum er átt bæði við frumvinnslu og úrvinnslu landbúnaðar-
afurða.
Til samneyslu undir þessum lið færast m. a. útgjöld vegna Búnaðarfélags
íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Sauðfjárveikivarna, Veiðimála-
skrifstofunnar og Yfirdýralæknis. Landgræðsla og skógrækt færist undir verga
fjármunamyndun.
Sjávarútvegsmál.
Með sjávarútvegsmálum er bæði átt við veiðar og vinnslu sjávarafurða þó ekki
niðursuðu eða niðurlagningu þeirra.
Undir þennan lið færast m. a. útgjöld vegna Hafrannsóknastofnunar, Fiski-
félags íslands, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Framleiðslueftirlits
sjávarafurða.
Iðnaðarmál.
Undir þennan lið færast m. a. útgjöld vegna Iðntæknistofnunar íslands og
Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.
Samgöngumál.
Hér færist viðhald og stofnkostnaður vega og brúa, ásamt snjómokstri og öðrum
vegamálum, þá færast hér útgjöld vegna Vita- og hafnarmála, Siglingamála-
stofnunar ríkisins, Rekstrardeild ríkisskipa og Flugmálastjórnar. Einnig hafa hér
verið færð útgjöld vegna Bifreiðaeftirlits ríkisins.