Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 19
17
eins og fram kemur í töflum 26-32. Breytingin 1980 er m.a. gerð til þess að
samræma reikningagerðina við þjóðhagsreikningak’erfi Sameinuðu þjóðanna
SNA (1). Jafnhliða þessari formbreytingu hefur skilgreiningu ýmissa hugtaka
eins og samneyslu, tilfærslna og framleiðslustyrkja verið breytt til samræmis við
SNA. Helstu breytingar sem þetta hefur í för með sér eru, að nú færast
heilbrigðismálaútgjöld undir samneyslu en færðust áður sem tilfærslur. Rekstur
Flugmálastjórnar færist nú með samneyslu en gjöld Flugmálastjórnar umfram
tekjur hafði áður verið farið með sem styrk. Pá færast rannsóknastofnanir o.fl.
v/atvinnuveganna undir samneyslu en útgjöld vegna slíkra stofnana hafði verið
farið með sem styrki. Þá eru einnig nokkrar breytingar á því hvað færist á
útgjaldareikning og hvað færist á eignabreytingar eða fjármagnsstreymi.
Athygli skal vakin á því, að sú breyting á skilgreiningum hugtaka, sem hér
er tekin upp fyrir árið 1980, nær enn sem komið er ekki til þeirra heildaryfirlita
sem Þjóðhagsstofnun birtir um þjóðarframleiðsluna og skiptingu hennar í
samneyslu, einkaneyslu o.fl. Hins vegar er áformað að taka þessar nýju
skilgreiningar einnig upp þar.
Reikningar fyrir ríkið, sveitarfélögin, almannatryggingakerfið og hið opin-
bera í heild eru nú settir fram á einu yfirliti, þá fylgir einnig tegunda- og
viðfangsefnasundurliðun.
Skal nú nánar vikið að þessari reikningagerð og þá litið á hið opinbera sem
eina heild.
6.1 Tekjur.
Helstu breytingar í meðferð skatta frá eldra forminu eru þær að lóðarleigur, sem
færðust með óbeinum sköttum, eru nú færðar með eignatekjum, erfðafjár-
skattur er færður sem fjármagnstilfærsla í stað þess að færast með beinum
sköttum, framlag frá happdrætti Háskóla íslands, sem fært var með óbeinum
sköttum, er nú einnig fært sem fjármagnstilfærsla. Sektir og framlög til
almannatrygginga færðust áður með beinum sköttum en eru nú flokkuð
sérstaklega. Með framlögum til almannatrygginga er átt við slysa-, lífeyris- og
atvinnuleysistryggingasjóðsgjöld.
6.2 Útgjöld.
Eins og áður er getið fylgir nú tegunda- og viðfangsefnasundurliðun, sbr. töflu
27, og skal nú gerð frekari grein fyrir því helsta sem færist undir einstaka liði. í
lok þessarar greinargerðar eru framleiðslustyrkir og fjármagnstilfærslur sundur-
liðaðar en ekki skýrðar frekar.
Opinber stjórnsýsla.
Hér færast m. a. útgjöld vegna æðstu stjórnar ríkisins, utanríkismála og
efnahags- og fjármála. Aðalskrifstofur ráðuneytanna færast hver með sínum
málaflokki.
(1) Auk þeirra heimilda er hér einnig byggt á nýrri handbók Sameinuöu þjóðanna; United Nations:
Classification of the Functions of Government New York 1980.
2