Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 24
22
9. Sjávarútvcgsmál ................................................................ 2.826
Fiskveiðasjóður Islands........................................................ 1.236
FramkvæmdasjóðurReykjavíkur ................................................... 1.350
Byggingarsjóður hafrannsóknaskips ............................................... 222
Annað ............................................................................ 18
10. Iðnaðarmá! .................................................................... 1.896
Aðlögunargjald .................................................................. 663
Iðnlánasjóður ................................................................... 300
Iðnrekstrarsjóður................................................................ 100
Vélasjóðir, áhaldahús o. þ. h.................................................... 833
11. Samgöngumál ................................................................... 4.308
Vegna hafnaframkvæmda.......................................................... 3.221
Strætisvagnar Reykjavíkur ....................................................... 771
Annað ........................................................................... 316
12. Onnur útgjöld v/atvinnuvega ................................................... 4.462
Byggðasjóður .................................................................. 2.635
Ríkisábyrgðasjóður .............................................................. 622
Lánasjóður sveitarfélaga......................................................... 916
Byggingarsjóður rannsókna í þágu atvinnuveganna ................................. 182
Annað ........................................................................... 107
13. Önnur útgjöld .................................................................. —469
Erfðafjárskattur .........................'............................. -626
Annað ........................................................................... 157
Rétt þykir að taka það fram að í töflu 29 yfir útgjöld sveitarfélaganna,
flokkuð eftir viðfangsefni og tegund, hafa tilfærslur til sveitarfélaganna frá
ríkissjóði bæði tekju- og fjármagnstilfærslur verið dregnar frá tekju- og
fjármagnstilfærslum sveitarfélaganna. í tekju- og útgjaldareikningum (töflu 26)
er einnig farið þannig með tekjutilfærslu til sveitarfélaganna frá ríkissjóði.
7. Þróun útgjalda hins opinbera.
Einn helsti mælikvarði á umsvif hins opinbera er að setja beina og óbeina skatta
sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu á markaðsverði. Samkvæmt töflu 24 eru
umsvif hins opinbera þannig mæld að meðaltali 22,5% árin 1945-1954 en 34,5%
árin 1971-1980, eða 12% hærri. Þess ber þó að gæta að á árunum 1945-1954 eru
nær eingöngu tilfærðir innheimtir skattar en á árunum 1971-1980 eru þeir að
mestu tilfærðir álagðir. Mismunurinn þarna á milli er líklega innan við 1% og
hefur hækkunin því verið milli 11 og 12% af vergri þjóðarframleiðslu.
Annar mælikvarði á umsvif hins opinbera eru útgjöld þess sem hlutfall af
vergri þjóðarframleiðslu. Þessi hlutföll eru birt í töflu 25. Með útgjöldum er þá
átt við öll samneyslu- og tilfærsluútgjöld hins opinbera svo og fjármunamyndun.
Hins vegar er hvorki fjármagnskostnaður né fjármagnstekjur teknar með.
Útgjöld þannig reiknuð sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eru að meðaltali
21,1% á árunum 1945-1954, en 34,2% á árunum 1971-1980. Ætla má að
misræmi í meðferð bókfærðra gjalda gæti minna en í tekjum og mætti því segja
að á þennan mælikvarða hafi aukningin verið tæp 13% af vergri þjóðarfram-
leiðslu.