Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 16

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 16
14 yfir sjúkrasamlög, en frá árinu 1965 hafa reikningar þessir verið birtir í „Félagsmálum“, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins. Eins og tekjuhliðin ber með sér, sbr. töflu 16, þá eru þar ekki færðar neinar skatttekjur, heldur eru þær færðar hjá ríkissjóði og'þaðan sem tilfærsla til al- mannatryggingakerfisins. Utgjöld almannatryggingakerfisins eru nokkuð ýtarlega sundurliðuð í töfl- unum, þannig að frekari sundurliðunar er ekki þörf. Varðandi tilfærsluliðinn „útgjöld vegna sjúkrahúsa" þá vísast til skýringa við „búskap ríkisins" á liðnum „tilfærslur til almannatrygginga“ (bls. 11). 5. Búskapur sveitarfélaganna. Reikningamir fyrir árin 1945-1954 em unnir upp úr 9. hefti ritsins „Úr þjóðarbúskapnum“, útgefnu í desember 1960 af Framkvæmdabanka íslands. Framsetningu hefur þó verið breytt eins og áður er getið. Talnaefnið fyrir önnur ár er unnið upp úr reikningum kaupstaða og úrvinnslu Hagstofu íslands fram til ársins 1978 varðandi hreppa- og sýslufélög. Úrvinnsla Hagstofunnar hefur verið birt í sérriti hennar, Sveitarsjóðareikningar, í útgáfuflokknum Hagskýrslur íslands. Úrvinnsla úr reikningum sveitarfélaganna hefur fyrst og fremst miðast við hina eiginlegu bæjarsjóðareikninga, þar sem skatttekjur og ráðstöfun á þeim eru færðar. Efni áranna 1978—1980 fyrir hreppana hefur verið unnið upp úr reikningum helstu hreppa, nokkuð breytilegt eftir árum en heildartekjur þeirra hreppa sem unnir hafa verið eru um 40% af heildartekjum hreppa á þessum árum. Þessi úrvinnsla var síðan notuð til viðmiðunar við áætlun vegna annarra hreppa og sýslufélaga. Við þá áætlun hefur einnig verið lögð til grundvallar álagning útsvara, aðstöðugjalda og fasteignaskatta, skv. skýrslum félagsmála- ráðuneytisins á þau hreppsfélög sem ekki hafa verið tekin í úrtak Þjóðhagsstofn- unar. Þá liggur jafnframt fyrir uppgjör Jöfnunarsjóðs en Jöfnunarsjóður er hér sem hluti af búskap sveitarfélaganna. Úrvinnsla þjóðhagsstofnunar úr reikningum sveitarfélaganna, eins og henni hefur verið lýst hér, nær frá og með árinu 1978 til sveitarfélaga, sem samtals höfðu tæp 90% af heildartekjum sveitarfélaga á öllu landinu, þannig að aðeins hefur þurft að áætla sbr. hér að framan fyrir rúmum 10%. Það sama á sér stað varðandi skatttekjur sveitarfélaganna í reikningum þessum og hjá ríkissjóði, að breytt er um uppgjörsaðferð frá því að tilfæra innheimta skatta yfir í álagða skatta. Þetta er gert árin 1971 og 1972, þ.e.a.s. hjá Reykjavík 1971 en hjá öðrum sveitarfélögum 1972. Óinnheimtir skattar hjá Reykjavíkurborg námu í árslok 1970 301 m.gkr. og hjá öðrum sveitarfélögum í árslok 1971 369 m.gkr. Fjárhæðir þessar eru ekki teknar með skatttekjum af sömu ástæðu og hjá ríkissjóði, vegna samanburðar við önnur ár. Breyting sjóðs, lánareikninga og annarra verðbréfa hefði einnig breyst um sömu fjárhæðir. Til nánari skýringar á reikningum sveitarfélaganna, þá verður gerð grein fyrir einstökum liðum eftir því sem ástæða þykir til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.