Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 22
20
Önnur útgjöld v/atvinnuvega.
Hér eru færð m. a. útgjöld vegna Rannsóknaráðs ríkisins, Rannsóknastofnana
atvinnuveganna, Ríkissáttasemjara, Ferðamálaráðs, Veðurstofu íslands, Verð-
lagsstofnunar og aðalskrifstofu viðskiptaráðuneytis.
Önnur þjónusta hins opinbera.
Hér eru færð útgjöld vegna reksturs fasteigna hjá sveitarfélögum ásamt ýmsum
öðrum útgjöldum sem erfitt hefur verið að sundurgreina á aðra flokka. Kaup á
húseignum til ótilgreindra nota, hafa verið færð hér undir verga fjármuna-
myndun.
Vextir.
Gengistöp o.þ.h. sem færð eru til gjalda, eru ekki tekin með vöxtum heldur látin
falla niður á móti uppfærðri skuldaaukningu.
Afskriftir.
Afskriftir eru í samræmi við afskriftir af opinberum byggingum í þjóðhagsreikn-
ingum. Skipting afskrifta milli ríkis og sveitarfélaga er áætluð.
Varðandi útreikning hlutfalla í töflum hér á eftir þá þykir rétt að taka það
fram áð hlutföll einstakra liða stemma ekki alltaf við heildarhlutföll vegna
upphækkunar eða lækkunar á aukastöfum og á það við bæði vegna eldra og
nýrra kerfis.
Að síðustu verður hér birt frekari sundurliðun á framleiðslustyrkjum og
fjármagnstilfærslum sbr. töflu 26.
Sundurliðun á framleiðslustyrkjum hins opinbera 1980.
(nýrra kerfi).
Framleiðslustyrkir........................................................ 48.986
1. Menningarmál ................................................................. 2.406
Þjóðleikhúsið ................................................................. 1.199
Sinfóníuhljómsveit íslands ...................................................... 401
Kvikmyndasjóður.................................................................. 110
Listamannalaun o. þ. h........................................................... 258
Leikfélag Reykjavíkur............................................................ 229
Annað ........................................................................... 209
2. Orkumál ...................................................................... 4.552
Verðjöfnunargjald ............................................................. 4.372
Annað ........................................................................... 180
3. Landbúnaðarmál .............................................................. 36.096
Niðurgreiðslur á vöruverði ................................................... 27.047
Uppb. á útfl. landbúnaðarafurðir............................................... 8.413
Tilraunabú....................................................................... 244
Búfjárrækt....................................................................... 293
Annað ............................................................................ 99