Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 5

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Blaðsíða 5
Formáli. í þessari skýrslu birtast yfirlit yfir búskap hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfisins fyrir tímabilið 1945—1980. Skýrslugerð um opin- bera búskapinn er liður í þjóðhagsreikningagerð Þjóðhagsstofnunar og er þetta önnur skýrslan í ritröð stofnunarinnar um þjóðhagsreikninga, en áður hefur komið út skýrsla um framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973—1978. Talnaefni þessarar skýrslu er sett fram með tvennum hætti. Annars vegar er samræmt yfirlit fyrir allt tímabilið í nokkuð breyttu formi frá því sem áður hefur verið birt. Hins vegar er sett fram nýtt reikningsform fyrir árið 1980, eins og nánar er lýst síðar í skýrslunni. Báðum þessum formum er ætlað að lýsa því sama, það er umsvifum hins opinbera, með hvaða hætti teknanna er aflað og hvernig þeim er ráðstafað. Ætlunin er að framvegis verði nýja formið eingöngu notað. Þessi breyting á framsetningu efnisins um opinbera búskapinn er í tengslum við allvíðtækar breytingar á gerð þjóðhagsreikninga, sem nú er unnið að og felast í því, að tekið verður upp þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá 1968 en ísland hefur enn sem komið er fylgt þjóð- hagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá 1952. Skýrslan skiptist í sjö kafla. í fyrsta kafla er almenn lýsing á töflugerðinni. í öðrum kafla eru rakin tengslin milli almennrar þjóðhagsreikningagerðar og þeirrar skýrslugerðar um opinbera búskapinn sem hér birtist. í þriðja kafla er fjallað um búskap ríkisins og einstakir liðir skýrðir nánar, einkum með því að sundurliða tölur ársins 1980 frekar en gert er í töfluverkinu. í fjórða kafla er fjallað um almannatryggingakerfið, í fimmta kafla um búskap sveitarfélaganna og í sjötta kafla um nýja reikningaformið fyrir búskap hins opinbera í heild. Loks er í sjöunda kafla fjallað um þróun útgjalda hins opinbera. Á eftir greinargerðinni koma töflur og eru þær alls 32. Fyrst koma yfirlitstöflur yfir allt tímabilið en síðan nánari sundurliðanir fyrir einstök ár, ásamt fleiri töflum. Að síðustu er svo viðauki þar sem birt er ensk þýðing á helstu hugtökum, sem fram koma í skýrslunni. Á vegum Þjóðhagsstofnunar hefur Eyjólfur Sverrisson einkum unnið að gerð þessarar skýrslu, tekið saman talnaefnið og samið skýringar. Þjóðhagsstofnun, í janúar 1983. Hallgrímur Snorrason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.