Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Side 5

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Side 5
Formáli. í þessari skýrslu birtast yfirlit yfir búskap hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfisins fyrir tímabilið 1945—1980. Skýrslugerð um opin- bera búskapinn er liður í þjóðhagsreikningagerð Þjóðhagsstofnunar og er þetta önnur skýrslan í ritröð stofnunarinnar um þjóðhagsreikninga, en áður hefur komið út skýrsla um framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973—1978. Talnaefni þessarar skýrslu er sett fram með tvennum hætti. Annars vegar er samræmt yfirlit fyrir allt tímabilið í nokkuð breyttu formi frá því sem áður hefur verið birt. Hins vegar er sett fram nýtt reikningsform fyrir árið 1980, eins og nánar er lýst síðar í skýrslunni. Báðum þessum formum er ætlað að lýsa því sama, það er umsvifum hins opinbera, með hvaða hætti teknanna er aflað og hvernig þeim er ráðstafað. Ætlunin er að framvegis verði nýja formið eingöngu notað. Þessi breyting á framsetningu efnisins um opinbera búskapinn er í tengslum við allvíðtækar breytingar á gerð þjóðhagsreikninga, sem nú er unnið að og felast í því, að tekið verður upp þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá 1968 en ísland hefur enn sem komið er fylgt þjóð- hagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá 1952. Skýrslan skiptist í sjö kafla. í fyrsta kafla er almenn lýsing á töflugerðinni. í öðrum kafla eru rakin tengslin milli almennrar þjóðhagsreikningagerðar og þeirrar skýrslugerðar um opinbera búskapinn sem hér birtist. í þriðja kafla er fjallað um búskap ríkisins og einstakir liðir skýrðir nánar, einkum með því að sundurliða tölur ársins 1980 frekar en gert er í töfluverkinu. í fjórða kafla er fjallað um almannatryggingakerfið, í fimmta kafla um búskap sveitarfélaganna og í sjötta kafla um nýja reikningaformið fyrir búskap hins opinbera í heild. Loks er í sjöunda kafla fjallað um þróun útgjalda hins opinbera. Á eftir greinargerðinni koma töflur og eru þær alls 32. Fyrst koma yfirlitstöflur yfir allt tímabilið en síðan nánari sundurliðanir fyrir einstök ár, ásamt fleiri töflum. Að síðustu er svo viðauki þar sem birt er ensk þýðing á helstu hugtökum, sem fram koma í skýrslunni. Á vegum Þjóðhagsstofnunar hefur Eyjólfur Sverrisson einkum unnið að gerð þessarar skýrslu, tekið saman talnaefnið og samið skýringar. Þjóðhagsstofnun, í janúar 1983. Hallgrímur Snorrason.

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.