Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Qupperneq 8

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Qupperneq 8
6 I þessari skýrslu birtast m.a. tekju- og útgjaldareikningar fyrir opinbera búskapinn. Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna, eða SNA (A System of National Accounts), gerir ráð fyrir hliðstæðum reikningum fyrir aðra aðila efnahagsstarfseminnar eða geira. Oftast er miðað við fjóra eeira en þeir eru: 1) fyrirtæki önnur en peningastofnanir. « 2) peningastofnanir. 3) hið opinbera. 4) heimilin. Dæmi eru til þess að geirarnir séu fleiri og eru þá velferðarstofnanir, áhugasamtök og ýmis starfsemi, sem ekki er rekin í ágóðaskyni en er þó á vegum einkaaðila, höfð í sérstökum geira. Einnig geta verið undirflokkar í hverjum ofangreindra fjögurra geira og er skipting hins opinbera í ríki, sveitarfélög og almannatryggingar dæmi um slíkt. Sérhver aðili efnahagsstarfseminnar lendir í einhverjum þessara geira. Takmarkið er að skrá öll viðskipti milli einstakra geira en ekki innbyrðis viðskipti milli aðila innan sama geira. Við skipulag skýrslugerðar af þessu tagi þarf fyrst að afmarka eða skilgreina umfang hvers geira, þ.e. hvaða starfsemi teljist til fyrirtækja og hver til hins opinbera svo dæmi sé tekið. Skýrslugerð hérlendis fyrir aðra geira en hið opinbera er hins vegar mjög skammt á veg komin og hafa þeir því ekki verið endanlega afmarkaðir. Engu að síður hefur starfsemi hins opinbera verið skilgreind og er í þessari skýrslu skilgreind þannig að til hins opinbera, telst sú starfsemi, sem tekna er aflað til með álagningu skatta en ekki með sölu á þjónustu á almennum markaði. Má þar m.a. nefna opinbera stjórnsýslu, menntamál og heilbrigðismál og þá einnig almannatryggingar og aðrar tilfærslur hins opinbera. Aftur á móti eru framleiðslu- og þjónustufyrirtæki hins opinbera talin til fyrirtækjageirans svo fremi að starfsemi þeirra verði aðskilin frá hinni eiginlegu opinberu starfsemi. Hér koma upp ýmis markavandamál, sem hefur verið leitast við að leysa hverju sinni, þannig að sem best samræmi næðist. Eins og áður segir, byggir geiraskipting tekju- og útgjaldareikninganna á því að skráð eru viðskipti milli einstakra geira og eru þá tekjur eins geirans jafnframt útgjöld annars. Þegar geirarnir eru síðan dregnir saman í eitt fyrir þjóðarbúskapinn í heild þá falla út viðskipti milli geiranna. Eftir stendur þá tekjumegin það sem framleiðsluþættirnir, vinna og fjármagn, hafa hvor um sig borið úr býtum, en gjaldamegin verður eftir einkaneysla, samneysla og mismunur sem er sparnaður. Þessi hugtök koma síðan fram í heildaryfirlitum um þjóðarframleiðslu, landsframleiðslu og fleira. Áður en geirunum fjórum er steypt saman með framangreindum hætti má ýmislegt af þeim ráða svo sem um umsvif geiranna í fjárhæðum og mikilvægi einstakra tekju- og gjaldaliða, þátt samneyslu og almannatrygginga í útgjöldum hins opinbera, skiptingu skatttekna í beina skatta og óbeina og margt fleira, eins og ráða má af töflunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.