Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Blaðsíða 11
-9-
1. Inngangur
F þeirri skýrslu, sem hér birtist, eru settar fram
endurskoðaðar tölur um þjóðhagsreikninga Tslands frá
útgjalda- eða ráðstöfunarhlið fyrir ti'mabilið 1973-1980.
Jafnframt er sraasta ár þessa ti'mabils, þ.e. 1980, gert upp
i' samræmi við nýtt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóð-
anna. Skýrsla þessi er hin fjórða i' röð stofnunarinnar um
þjóðhagsreikninga, en áður hafa komið út i' þessari röð tvær
skýrslur um framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga, skýrslur
nr. 1 og 3, og ein um búskap hins opinbera, skýrsla nr. 2.
Eins og lýst var i' skýrslum nr. 1 og 3, eru þjóðhags-
reikningar færðir eftir þremur meginaðferðum. Hægt er að
vinna:
1) Ráðstöfunaruppgjör
2) Framleiðsluuppgjör
3) Tekjuskiptingaruppgjör
Skýrslur 1 og 3 fjölluðu fyrst og fremst um
framleiðsluuppgjörið, en skýrsla númer 2 um búskap hins
opinbera, eins og áður segir, og tengist sú skýrsla þvi'
ráðstöfunaruppgjörinu fyrst og fremst. Sama er að segja um
þá skýrslu, sem hér birtist. Hún fjallar fyrst og fremst
um ráðstöfunaruppgjörið. En sú uppgjörsaðferð hefur verið
alls ráðandi i' i'slenskum þjóðhagsreikningum, að heita má
frá 1937.
Uppgjör þjóðhagsreikninga frá ráðstöfunarhlið hefur nú
verið endurskoðað fyrir ti'mabilið 1973-1980. Birtar eru
nýjar þjóðhagsreikningatölur fyrir þetta ti'mabil, en
jafnframt eru sýndar endurskoðaðar áætlanir fyrir sraari
ár, þ.e. 1981-1984, á grundvelli þeirrar endurskoðunar, sem
hér birtist. Y þvi', sem hér fer á eftir, er þessari endur-
skoðun lýst nánar.