Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Blaðsíða 15
-13-
United Nations: "A System of National Accounts.
Studies in Methods"; (Series F No. 2.
Rev. 3;) New York 1968 (SNA).
Auk þess er, kvað opinbera búskapinn varðar, fylgt reglum
Sameinuðu þjóðanna i' ritinu "Classification of the
Functions of Government", New York 1980. SNA kerfið nýja
var fræðilega fullmótað árið 1968, og flest riki hafa nú
tekið það upp eins og áður segir. Það er hins vegar ekki
fyrr en nú, að island bætist i' hópinn, en segja má, að með
þessari skýrslu sé hið nýja SNA-kerfi tekið upp hér á
landi. Fyrsta uppgjörsárið samkvæmt hinu nýja SNA er árið
1980, en eins og sjá má i' töfluhluta skýrslunnar eru alla
jafna birtar tvær tölur yfir helstu þjóðhagsstærðir árið
1980, þ.e. skv. nýja SNA-kerfinu og skv. eldri uppgjörs-
aðferðum. Hinar eldri uppgjörsaðferðir, sem fram til þessa
hefur verið fylgt hérlendis, voru einnig að stofni til
reistar á þeim alþjóðlegu þjóðhagsreikningakerfum, sem þá
voru i' notkun. Annars vegar var þar um að ræða:
OEEC: "A Standardised System of National
Accounts" Paris 1952. (SSNA)
og hins vegar fyrsta þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóð-
anna frá 1953:
United Nations: "A System of National Accounts
and Supporting Tables. Studies
in Methods"; (Series F, No. 2.)
New York 1953. (SNA)
2.2 Astæðurnar fyrir endurskoðun ráðstöfunar-
uppgjörsins.
Af framansögðu má ráða, að ein af ástæðum þess, að
brýnt hefur þótt að endurskoða þjóðhagsreikninga undanfar-
inna ára, er tilkoma hins nýja þjóðhagsreikningakerfis
Sameinuðu þjóðanna, SNA, frá árinu 1968. Nú er svo komið,
að innan Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar i'