Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Blaðsíða 34
-32-
19 8 0
Hlutfallsleg skipting
Endurskoðað Nýtt uppgjör
eldra uppgjör skv. SNA
1. Einkaneysla 63,6 57,1
2. Samneysla 11,1 16,4
3. Fjármunamyndun 24,0 25,3
4. Birgðabreytingar 0,7 0,5
3. Ötfl. vöru og þjónustu 37,8 37,1
6. Frádr.: Innfl. vöru og þjón. 37,2 36,4
7. Verg landsframleiðsla 100,0 100,0
Hið nýja uppgjör fyrir árið 1980 hefur nú verið tekið
upp og er lagt til grundvallar við gerð þjóðhagsreikninga
og -áætlana eftir þann ti'ma. f töflu 1.3 eru birtar i'
fyrsta sinn tölur um landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu
áranna 1980-1984 samkvæmt nýja uppgjörinu. Enn sem komið
er, eru tölur um einkaneyslu áranna 1981-1984 þó áætlaðar,
en aðrir meginþættir þjóðarútgjaldanna þ.e. samneysla og
f jármunamyndun mega heita i' endanlegu formi árin
1981-1983. Hins vegar eru allar tölur um neyslu, bæði
einkaneyslu og samneyslu, áætlaðar fyrir árið 1984, en
birgðabreytingar og f jármunamyndun fyrir sama ár eru
bráðabirgðatölur.
Samanburður á vexti vergrar landsframleiðslu samkvæmt
þessum nýju tölum og samkvæmt fyrri tölum um árin
1981-1984 bendir ekki til verulegs mismunar, eins og sjá má
i' eftirfarandi yfirliti, en þar er átt við breytingar á
föstu verði, þ.e. magnbreytingar: