Þjóðhagsreikningar 1973-1984 - 01.07.1985, Blaðsíða 60
58
útlönd tilgreind án vaxta. Vextirnir eru aftur á móti
meðtaldir i' liðnum "þáttatekjur frá útlöndum, nettó".
16) Verðmætaráðstöfun (National Expenditure), sjá
þjóðarútgjöld.
17) Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product, GDP) er
sú verðmætasköpun, sem á sér stað innan landamæra
ri1<isins. Verga landsframleiðslu má li'ta á með
tvennum hætti. Annars vegar má li'ta á hana sem
summuna af framleiðsluverðmæti allrar atvinnustarfsemi
i' landinu að frádregnum rekstrarnauðsynjum til
atvinnustarfseminnar frá annarri starfsemi eða
innflutningi. Mismunurinn er vinnsluvirðið (sbr. 22)
fyrir hverja atvinnugrein, en samanlagt vinnsluvirði
allra greina gefur verga landsframleiðslu.
Vinnsluvirði má li'ka finna með þvi' að leggja saman
laun og tengd gjöld, afskriftir, rekstrarafgang og
óbeina skatta, en draga frá framleiðslustyrki. Hins
vegar má li'ta á verga landsframleiðslu sem summu
þeirra verðmæta, sem ráðstafað er til endanlegra nota
á framleiðsluti'mabilinu, - það er til einkaneyslu,
samneyslu, f jármunamyndunar, birgðabreytinga og
útflutnings - en að frádregnum innflutningi.
18) Vergar þáttatekjur (Gross domestic factor income) eru
raunar vergar innlendar þáttatekjur og eru summa
innlendra þáttatekna og afskrifta, en þessi hugtök eru
skilgreind i' töluliðum 9 og 2 hér að framan.
19) Verg þjóðarframleiðsla (Gross National Product, GNP) er
hugtak, sem i' reynd var ekki notað i'
þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna, þótt það
komi vfða fram og gegni sums staðar lykilhlutverki,
eins og til dæmis i' i'slenskum þjóðhagsreikningum.
Munur þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu liggur i'
launa- og eignatekjum nettó frá útlöndum. Þessar
tekjur eru meðtaldar i' þjóðarframleiðslu en ekki i'
landsframleiðslu. T i'slenskum þjóðhagsreikningatölum
skipta vaxtagreiðslur til útlanda hér mestu máli, og
vegna þeirra er þjóðarframleiðslan lægri en
landsframleiðslan.
20) Viðskiptajöfnuður (Surplus of the nation on current
transaction) er útflutningur vöru og þjónustu að
frádregnum innflutningi vöru og þjónustu, en að
viðbættum þáttatekjum frá útlöndum, nettó.
21) Viðskiptakjör (Terms of trade) eru hlutfallið á milli
útflutningsverðlags og innflutningsverðlags. Þetta