Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Síða 14
Tekjujöfimðurinn sýnir hins vegar að einungis var um tekjuafgang er að ræða á
árunum 1980-1982 og 1984, en tekjuhalla öll hin árin. Flest árin er hið opinbera því að
taka til sín ijármagn frá öðrum aðilum hagkerfísins. Síðustu átta árin hefur árlegur
tekjuhalli verið að meðaltali tæpir 11 milljarðar króna á verðlagi ársins 1992 eða sem
nemur 2,9% af vergri landsffamleiðslu. Mestur var tekjuhallinn á árunum 1986, 1989,
1990 og 1991.
Hrein lánsjjárþörf hins opinbera hefur verið umtalsverð á þessu 13 ára tímabili eins
og sjá má á mynd 2.1. Á tímabilinu nemur samanlögð lánsíjárþörf hins opinbera
rúmum 144 milljörðum króna á verðlagi ársins 1992, sem samsvarar rúmlega 11
milljörðum króna á ári að meðaltali, eða 3% af landsframleiðslu.
3. Umfang hins opinbera.
Við athugun á umfangi hins opinbera þarf fyrst að afmarka eða skilgreina hið
opinbera, þ.e. hvað er opinber starfsemi og hvað ekki. Hin hefðbundna skilgreining á
hinu opinbera samkvæmt SNA2 afmarkar hið opinbera við þá starfsemi sem tekna er
aflað til með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru og þjónustu á almennum
markaði. Undir þetta heyra m.a. opinber stjómsýsla, ffæðslumál, heilbrigðismál og
almannatryggingar. Hér er því um tiltölulega þrönga skilgreiningu að ræða og
takmarkast hún við A-hluta ríkissjóðs, almannatryggingar og sveitarsjóði. í þessu felst
að opinber atvinnustarfsemi, sem fjármögnuð er að mestu með sölu á vöm og
þjónustu, er ekki talin til hins opinbera samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu,
heldur til hlutaðeigandi atvinnugreinar í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga.
Effirfarandi mynd sýnir Qárstreymið milli opinberra aðila og annarra aðila
hagkerfisins, og hefur þá innbyrðis Qárstreymi milli opinberra aðila verið fellt niður.
Af myndinni má ráða að rúmlega 35% af landsframleiðslunni fer til hins opinbera í
2 Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna eða SNA (A System of National Accounts).
12