Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Page 15
formi skatta og annarra tekna. Útgjöld hins opinbera nema hins vegar um 381/2% af
landsframleiðslu og skiptast þau þannig að um þrír fimmtu hlutar fara til kaupa á vöru
og þjónustu, um tíundi hluti til vaxtagreiðslna og tæplega tveir fimmtu hlutar til
tilfærslna til íyrirtækja og heimila.
Hið opinbera
Útgjöld (l)
148.122
Tekjur 38,6%
Mynd 3.1 sýnir sömuleiðis að skatttekjur hins opinbera eru langstærsti tekjuliður
þess eða ríflega 92% af heildartekjum. Þá sýnir hún að samneysluútgjöldin eru veiga-
mesti útgjaldaliðurinn eða rúmlega helmingur af heildarútgjöldum. í samneyslu-
útgjöldum eru meðal annars útgjöld til fræðslumála, heilbrigðismála, réttar- og
öryggismála, og stjómsýslu. Þessir fjórir málaflokkar taka til sín um 70% af
samneysluútgjöldunum. Fast á eftir þeim koma tilfærsluútgjöld, sem em tæplega tveir
fimmtu hlutar heildarútgjalda hins opinbera. Til þessara útgjalda flokkast allar lífeyris-
greiðslur hins opinbera, s.s. elli- og örorkulífeyrir, bamalífeyrir og mæðralaun.
Sömuleiðis flokkast rekstrar- og ljármagnstilfærslur opinberra aðila til fyrirtækja og
námsmanna undir þennan lið. Aðrir útgjaldaliðir eru vaxta- og fjárfestingarútgjöld.
Mynd 3.2 sýnir hvernig tekjur og útgjöld hins opinbera á árinu 1991 skiptast niður á
ríkissjóð, sveitarsjóði og almannatryggingar. Hér er fjárstreymið eða tilfærslumar milli
opinberra aðila ekki felldar út. Fram kemur meðal annars að tekjur almannatrygginga
13