Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Page 17
landsframleiðslu ársins 1991, og þá einkum þjónustu, eins og réttar-, fræðslu- og
heilbrigðisþjónustu.
b. Vinnuafl í þjónustu hins opinbera sem hlutfall af heildarvinnuafli. A árinu 1991
voru heildarársverk í landinu um 128 þúsund. Af þeim voru ríflega 23 þúsund
unnin í þágu hins opinbera eða um 18,2% af heildinni.
Mynd 3.3 Umfang hins opinbera 1991, mismunandi
mælikvarðar í hlutfalli við VLF.
Opinber Opinbert Samneysla Samneysla Heildartekjur Heildargjöld
framleiðsla vinnuafl fjárfesting
c. Samneysla og Jjárfesting hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Þessi
mælikvarði sýnir þann hluta landsframleiðslunnar sem notaður er af hinu opinbera.
Á árinu 1991 námu samneysluútgjöldin 76,9 milljörðum króna eða sem svarar 20%
af landsframleiðslu. Fjárfestingarútgjöld voru hins vegar 4,2% af VLF.
d. Heildartekjur og heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Á
árinu 1991 námu heildartekjur hins opinbera um 135 milljörðum króna eða 35,1%
af landsframleiðslu. Óbeinir skattar stóðu fyrir um þremur fimmtu hlutum
heildartekna, en beinir skattar fyrir þriðjungi teknanna. Á sama ári námu
heildarútgjöld rúmlega 148 milljörðum króna án afskrifta eða 38,6% af VLF.
Stærð hins opinbera, mæld með heildartekjum og heildarútgjöldum í hlutfalli við
landsframleiðslu, hefúr aukist verulega frá byrjun níunda áratugarins eins og fram
kemur í mynd 3.4. Tekjumar hafa aukist um 22% á mann að raungildi miðað við
verðvísitölu3 landsframleiðslunnar og útgjöldin um 37%. Á sama tíma hefur verg
landsffamleiðsla aukist um 11% á mann. Utgjöld hins opinbera hafa því aukist um
23% umfram hagvöxt á þessu tímabili á þennan mælikvarða. Opinber útgjöld voru
31,5% af vergri landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins en 38,7% á árinu 1992.
3 Það er erfiðleikum bundið að finna ásættanlega verðvísitölu sem hægt er að beita við raunvirðingu á
útgjöldum og tekjum hins opinbera. Að réttu lagi ætti að raunvirða hvem lið fyrir sig með þeirri
verðvísitölu sem lýsir verðbreytingu þess liðar. Iðulega em svo sundurliðaðar verðvísitölur ekki tiltækar
og verður því að grípa til nálgunaraðferða. Oftast eru þá notaðar almennar verðvísitölur eins og vísitala
landsframleiðslu. Þá er gengið út frá þeirri forsendu að viðkomandi liðir fylgi almennri verðþróun. Að
öðrum kosti verða niðurstöður villandi.
15