Búskapur hins opinbera 1980-1991 - 01.05.1993, Síða 23
Á mynd 5.4 kemur fram að um helmingur opinberra fræðsluútgjalda fer til grunn-
skólastigsins, ríflega 23% til framhaldsskóla og um 14% til háskólastigs. Afgangurinn,
sem er í kringum 14%, fer til annarra fræðsluútgjalda, svo sem til námslána og
stjómunarkostnaðar. I töflu 7.3 í töfluviðauka kemur fram að útgjöld hins opinbera til
fræðslumála hafa aukist úr rúmlega 57 þúsund krónum (verðlag 1991) á mann árið
1980 í um 84 þúsund krónur árið 1992. Þar af er kostnaður vegna grunnskóla um 38
þúsund krónur á mann, vegna framhaldsskóla um 18 þúsund krónur og vegna
háskólastigs ríflega 10 þúsund krónur.
Umfang skólakerfisins er hægt að meta með því að bera fjölda ársverka þar saman
við heildarfjölda ársverka í landinu öllu, eða með því að bera launagreiðslur í
skólakerfmu saman við heildarlaunagreiðslur í landinu. I eftirfarandi töflu er að fínna
þennan samanburð fyrir tímabilið 1981-1990, og er í því sambandi stuðst við
atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar.
Tafla 5.2 Ársverk og launagreiðslur í skólakerfinu 1980-1990.
1981 1983 1985 1987 1989 1990
Ársverk í skólakerfinu 6.383 6.109 6.240 7.147 7.342 7.519
- Háskóli íslands 561 603 560 845 955 1.030
- Menntaskólar 649 672 732 909 969 1.115
- Grunnskólar 4.095 3.629 3.849 4.188 4.165 4.122
- Sérskólaro.fl. 1.078 1.205 1.099 1.205 1.253 1.252
% af heildarársverkum 5,8 5,3 5,2 5,4 5,8 6,0
Launagreiðslur f skólamálum 593 1.528 2.771 5.628 8.606 9.749
% af heildarlaunagreiðslum 4,9 5,1 4,9 5,1 5,7 5,7
Af þessum upplýsingum sést að hlutur ársverka í skólakerfinu samanborið við
heildarfjölda ársverka hefur verið á bilinu 5-6% á þessu tímabili. Hlutdeild
skólakerfisins í launakostnaði hefur hins vegar verið í kringum fimm prósent að
meðaltali á tímabilinu, en þó hærra allra síðustu árin.
í töflu 5.3 koma fram upplýsingar um nemendafjöldann á árunum 1981-1991. Þar
sést að rúmlega fjórðungur landsmanna nýtir fræðsluþjónustu í einhverri mynd, og
21
L