Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 9
legt, að bruninn eigi upptök sín miðskips, því reykurinn virðist koma
þaðan. En hvernig kemzt ég upp í brú? Hvernig get ég aðvarað félaga
mína?
Það er útilokað, að komast eftir ganginum, sem er fullur af reyk.
Sú leið er úr sögunni.
Þá verður honum litið á lítið op í loftinu, sem hefur verið lokað
með þeim hætti, að fella í það einskonar hlemm.
Þetta op var einber tilviljun, en hvað getur ekki skeð með þessi
endurbyggðu skip.
Clifford Lemellour klæðist í skyndingu, stíngur hníf í buxnavasann
og klifrar upp í efri koju.
Hann skrúfar hlemminn lausan, ýtir honum upp og stíngur höfðinu
upp um opið.
Eins og druknandi maður teygar hann hreint og tært sjávarloftið,
sogar það ofan í lungun, sem hafa þess fulla þörf eftir óloftið og
reykinn.
Hann sér óskýrt út frá sér, því augun fyllast af tárum af reyk, en
hann sér þó, að dökkum roða slær á haf og himinn.
Hann stirðnar upp af skelfinu! Skipið er eitt logandi eldhaf!
Bjartur eldbjarminn blindar næstum augu hans. Glóðin, sem berst
til hans með vindinum, brennur í andliti hans og höndum.
Hann bregður handleggjunum fyrir andlitið til varnar þessum vítis-
logum. Honum verður litið á báts auglurnar.
En þar er enginn möguleiki til björgunar. —
Clifford þurrkar sér um augun. Aftur og aftur.
Það eru engir björgunarbátar í bátauglunum!
Björgunarbátamir eru farnir, hafa veið teknir, eru nú líklega staddir
í nokkurra sjómílna fjalægð frá brennandi skipinu.
Jæja, hugsar Clifford, fyrst er nú að komast úr þessari rottugildru.
Svo fer hann upp um opið og stendur von bráðar á þilfarinu. Hann læt-
ur á sig sundvesti.
Annaðhvort hefur hann snúist á áttinni eða skipið hefur vent, því
reykinn leggur nú í öfuga átt við það, sem var og sjómaðurinn fær nú
ráðrúm til að litast um.
Hann flýtti sér sem mest hann mátti upp á aðalþilfarið.
Það stóð í björtu báli.
NýH s o s
9