Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 13
„Alcoa Roamer“ (rúml. 8 þús. lestir) tilkynnti áðan, að hann hefði tekið
á slef skipið „Johann Altlers".*)
Þeir komu að skipinu við Bahama-eyjarnar og ætla með það til Palm-
Beach. Jæja, það er nú ekki svo mikið úrleiðis. Hann kemur frá Puerto
Rico og er á leið til Pensacola. Fallega gert af honum, finnst þér ekki?“
„O, jú, rétt mun það vera. En hann gerir þetta nú víst ekki af einskærri
góðmennsku. Ætli hann fái ekki vel útilátin björgunarlaun! Eða hvað
heldur þú um það?“
„Gott og vel, kannski er það bara vegna björgunarlaunanna. En við
þetta er nú samt fleira að athuga. Skipið heldur í áttina að nauðstöddu
skipi með fullri ferð. Oft verður að breyta stefnunni um 180 gráður. Oft
verður skipstjórinn að setja öryggi skips og áhafnar í nokkra hættu. Auð-
vitað eru það hin æðstu lög á hafinu, að hjálpa þeim, sem hafa lent í
háska.
Nú, svo heppnast björgunin og reikningurinn er sendur. Þá byrjar orra-
hríðin. Þá er ekki talað um riddaramennsku á hafinu og menn, sem
hefur verið bjargað. Þá tala eigendur skipsins, sem bjargað var um þá
sem björguðu, eins og væru þeir sjóræningjar af verstu tegund.“
Kuhs renndi ekki grun í, að orð hans áttu eftir að rætast og staðhæfing
hans að sannast eftir fáeinar klukkustundir.
„Jæja, vertu nú ekki svona æstur. Þú verður að gæta þess, að ofbjóða
ekki hjartanu, það er svo veilt. Annars er ég á alveg sömu skoðun og þú.
Jæja, nú verð ég að fara aftur upp í brú — gleymdu nú ekki að bjarga
mörgum sálum. S O S !“
„Blessaður vertu ekki að þessu þvaðri! Þið þilfarsmenn talið gálauslega
um þessa hluti og skiljið ekkert. Mér leiðist þetta þvaður sí og æ —SOS
— Save our souls."
„Nú, er þetta kannski ekki rétt?" svaraði þriðji stýrimaður. „Það er þó
rétt í neyðartilfellum. Bjargið sálum okkar, er það ekki?“
„Það er jafnvitlaust fyrir því!“ svaraði loftskeytamaðurinn og var hinn
æstasti.
„En það hljómar þó vel.“ Þriðji stýrimaður nam staðar í dyrunum.
„Jú, þar hefur þú rétt að rnæla. Áhrifin eru bara hljóðræn, ef svo má
*) „Johann Ahlers“ er 1095 tonna skip brúttó frá Lenox-félaginu.
Heimahöfn þess er Hamborg og þar var skipið smiðað árið 1951. Skipið
gengur 11,5 sjómilur, áhöfn 16 manns.
13
Nýtt S O S