Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 25
En það stoðar lítið að hugleiða slíka hluti. Nú virðist öll hjálp harla
fjarlæg.
Síðar, er barizt var um björgunarlaunin, kemur þessi sæstrengur mjög
við sögu.
Vasleeskis neytir síðustu krafta til þess að reyna að handstyrkja sig
upp sæstrenginn.
Skyndilega gýs upp mikilk eldslogi á skipinu, sem blindar hann alger-
lega. í sama bili skellur alda á honum og hann rennur niður strenginn.
Þungi líkamans veldur því, að liann missir tak annarar handar á strengn-
um og hann riðar til falls. Hann reynir með krampakenndu taki hinnar
handarinnar að halda sér uppi, en allt kemur fyrir ekki, hann missir takið
og fellur afturábak í djúpið.
— □ ---------
Rétt í sama mund leggur björgunarbátur nr. 4 frá Ocean Layer að hinu
brennandi skipi framanverðu. Bátsverjar höfðu séð sjómanninn heygja
sína örvæntingarfullu baráttu og komu nógu snemma til þess að draga
hann upp í bátinn. Þá voru kraftar hans gersamlega þrotnir. Þá komu
þeir auga á Clifford Lemellour, þar sem hann var á reki aðeins fáeina
metra frá þeim.
Þá er búið að bjarga öllum skipverjunum á sæsímaskipinu Ocean La-
yer.
— □ —
Fjórum klukkustundum eftir móttöku neyðarkallsins hafði áhöfn Fla-
víu, undir stjóm Gerhards Theune skipstjóra, bjargað öllum skipverjum
Ocean Layer, 98 samtals.
Á meðal þeirra, sem bjargað var, voru 12 amerískir og franskir síma-
menn á vegum félags þess ,er sá um lagningu sæstrengsins.
Aðbúnaður skipbrotsmanna var með ágætum. Allir fengu þeir hlý og
góð föt, hásetar og yfirmenn á Flavíu létu þeim í té hvílur sínar til skipt-
is og þeir höfðu frjálsan aðgang að öllum vistarverum skipsins til jafns
við skipverja.
Þrír menn af áhöfn Ocean Layer voru mjög sárir.
Maurice Donce, vélamaður, hafði mjög. slæm brunasár í andliti. Ernest
Boulsen, sem einnig var vélamaður, hafði meiðzt illa á handlegg og annar
Nýtt S O S
25