Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 30
v
Björgunarbátarnir frá „Ocean Layer“ róa til „Flavia
Ehlert ákveður að leggja aftan til að Ocean Layer. Vírarnir, sem hanga
niður úr bátsuglunum munu gera uppgönguna léttari.
Hann klifrar fyrstur upp, en þegar hann kemur dálítið áleiðis, slær
á móti honum þvílíkum glóðarhita og logum, að hann verður að láta
sig renna aftur niður í bátinn.
Þarna var ómögulegt að komast um borð, og meira að segja ekki hægt
að dvelja þarna stundinni lengur.
Þriðji stýrimaður skipar svo fyrir að farið skuli að framskipinu.
Hér finna þeir enda slitna djúphafsstrengsins, sem enn hangir í rúll-
unum, eins og Theune skipstjóri hafði séð í sjónaukanum, og sem átti
eftir að verða mikilvægt sönnunargagn!
Endinn á strengnum slæst fram og til baka eftir hreyfingu skipsins,
en er of hátt, til þess að þeir geti náð til hans og komizt eftir honum
upp á þilfarið.
8°
Njtt S O S