Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 35

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 35
Þá neituðu eigendur skipsins, Submarine Cables, Ltd., að veita skips- flakinu viðtöku á eftirtöldum forsendum: „Skipið lítur ver út, en við gerðum ráð fyrir. Við yfirtökum skipið ekki fyrst um sinn. Það er algerlega á ábyrgð Þjóðverjanna, sem hafa dregið það hingað, 700 mílna vegalengd.“ Og enn segja eigendur skipsins: „Skipið er okkar eign, enda þótt áhöfn þess hafi yfirgefið það. Fram- koma Theune skipstjóra í þessu máli er ekki rétt.“ Theune skipstjóri lýsti yfir eftirfarandi: „Eg stóð fast á því, að Bretarnir snéru ekki til baka um borð í skip sitt. Annars mun sjóréttur fjalla um málið og væntanleg björgunarlaun. Samkvæmt alþjóða sjóréttarreglunr var ég í mínum fulla rétti.“ Ross skipstjóri á Ocean Layer: „Við erum af öllu hjarta þakklátir skipstjóranum á Flavia fyrir björg- un okkar úr sjávarháska!" En seinna sagði hann: „Björgunin fór ekki fram samkvæmt alþjóða- reglum!" Fyrsti stýrimaður á Ocean Layer bætti við: „Áður fyrr hefði þetta verið kallað sjórán — nú björgun!" Og fleiri af því skipi tala í sama dúr. Forstjórar skipafélagsins, sem átti Flavia sögðu, að þeir gætu á þessu stigi málsins ekkert sagt um fjárhagshlið þess. Forstjórar Submarine Cables, Ltd.: „Skipið verður ekki eign björgunarfélagsins 1 ‘ ‘ Dr. Hasche, lögfræðingur, forstjóri skipabankans: „Ef skip er orðið rekald eða flak, getur skipstjóri ekki krafizt þess seinna, að fara um borð í það.“ Talsmaður Lloyds-tryggingafélagsins sagði: „Þetta er mjög einkenni- legt tilfelli. Auðvitað verður fullkomin rannsókn látin fara fram.“ Það er rætt um fjárkröfur, en enginn minnist lengur á björgun nær hundrað manna eða það afrek, að fara um borð í brennandi skip og draga það til hafnar. Aðeins ein brezk rödd viðurkennir þetta björgunarafrek Flavíu og áhafnar hennar. Maðurinn er Tennant, formaður brezka sjómannasam- bandsins. Hann sendi Theune skipstjóra og áhöfn Flavia svohljóðandi skeyti: „Þér eigið skilið heiður og viðurkenningu fyrir björgun 98 brezkra Nýtt S O S 35

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.