Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 36

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 36
skipbrotsmanna á Atlantshafi. — Meðan til eru menn, sem án tillits til þjóðernis, eru reiðubúnir til gagnkvæmrar hjálpar á hættustund, þurfa sjómenn á höfunum engu að kvíða um hið alþjóðlega bræðralag á hafinu." Flavia á óumdeilanlega sinn merka þátt í þýzkri siglingasögu, þó ekki sé skipið gamalt. Björgunarafrekið, er Ocean Layer var dregin til hafnar, á ekki að fyrnast. Þessi SOS-frásögn á einmitt að stuðla að því, að at- burðurinn falli ekki í gleymsku. Þann 22. júní 1959 um hádegisbilið lagði Flavia að bryggju í Ham- borg við Schluppen 73B. Og meðan lögfræðingar og sérfræðingar Breta einbeita sér að því, að hafa af réttum aðilum björgunarlaunin, er næsta ferð skipsins undir- búin. Nú er Flavia ekki lengur uppsláttarefni á forsíðum heimsblaðanna. 23. júní lagði Flavia af stað frá Hamborg til Casablanca um Rotter- dam og Antwerpen. ENDIR.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.