Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 22

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 22
með venjulegum hætti, en að því loknu hélt hún áfram leiðar sinnar til Brasilíu. Þegar flugvélin flaug yfir Shannon-fljótið, starði tylft nauð- staddra manna á þessa flugvél og hélt, að þar væri bjargvættur þeirra á ferð. Engan í þessari flugvél grunaði, hve stórkostlegum vonbrigðum og skelfingu það olli, er ljós hennar hurfu út í sorta næturinnar. Og enn óx ótti næturvarðanna í flugturninum. „Mér er það hreint óskiljanlegt, Birthley, að jafn samvizkusamur mað- ur og Viruly fljúgi með biluð loftskeytatæki yfir Atlantshafiðl Eg get alls ekki trúað því,“ mælti loftskeytamaðurinn, um leið og hann tók af sér heyrnartækið. Hann barði í borðið. „Ekkert, ekkert fréttist af Triton! Nú er klukkan hálffjögur, næstum klukkutími síðan vélin lagði af stað, og á þeim tíma ætti að vera löngu búið að gera við tækin þó einhver smábilun hefði orðið. Það er eitthvað ekki í lagi! “ Eglinton starði á loftskeytamanninn og þagði. Þetta var einmitt það. sem hann sjálfur hafði óttazt allan tímann. En hann hafði reynt að varpa af sér áhyggjunum og talið sjálfum sér trú um, að Viruly hefði ekki tal- ið loftskeytasamband bráðnauðsynlegt, því hann hafði lent með morg- unsárinu án radio-miðunar. En Eglinton fann það sjálfur, að hann vai að blekkja sjálfan sig, var að reyna að sefa órólegan huga sinn. Nú á- sótti hann óróleiki og illur grunur í vaxandi mæli. Hann vék máli sínu að Birthley og var augsýnilega taugaóstyrkur: „Þetta er að verða ískyggilegt. Eg óttast það versta . . .“ „ . . . Já, en radarinn, maður!" sagði Birthley hálf hikandi. „Við sáurr þó sjálfir flugvél, sem hélt í vesturátt!" „Við höfum nefnilega ekki séð flugvél, Birthley, heldur bara ljósblett.“ „Og frá hverju ætti þessi dularfulli ljósblettur svo að stafa? Ókunn- ug flugvél? En þó hún hefði ekki látið vita af ferðum sínum, varð húr; þó að fljúga yfir írland og hefði þá átt að sjást í öðrum radarstöðvum. Eg á bágt með að trúa, að flugvél fari yfir landið og vestur án þess að hún láti frá sér heyra.“ „En það er samt alls ekki víst, að þetta liafi verið Triton,“ svaraði Eglinton efablandinn og gekk að stóra veggkortinu, sem sýndi írland og hluta af Atlantshafinu. Svo lét hann fallast niður á stól og var miður sín. „Nú, við skulum segja, að engin flugvél önnur en Triton hafi verið á ferðinni. Hvað kæmi þá til athugunar? Kannski fljúgandi diskar? - 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.