Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 23

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 23
En ég er bara ekki óhræddur um, að einhverjar truflanir í geimnum geti hafa komið fram á radarnum. Rafmagnað loft eða eitthvað þes^ háttar. Kannski eitthvað áður óþekkt?“ Birthley yppti öxlum. „Eg skal ekkert um það segja. Eg er því miður enginn sérfræðingur í þessari grein.“ „Gjörið svo vel að gefa mér enn einu sinni samband við Baker,“ svar- aði Eglinton ákveðinn. Birthley snéri svörtu númeraskífunni og rétti flugumferðarstjóranum heyrnartólið. „Halló, Baker! Mér líst ekki á þetta. Það hefur enn ekkert frétzt af Triton. Hvað á ég að halda um þetta?“ „Sorry, en þér sáuð flugvélina sjálfur í radarnum hjá mér . . .“ „Ekki Triton, heldur bara endurskin af ljósi. Hver getur sannað mér, að þetta hafi verið Triton? Getið þér fært óyggjandi sannanir fyrir því?“ „Sannanir? Hvað á að sanna? Hvaða flugvél ætti þetta að hafa verið önnur en Triton? Útilokað, að um aðra geti verið að ræða . . .“ „En Baker, er ekki hugsanlegt, að þetta hafi verið eitthvað sérstakt fyrirbæri, sem sást í radarnum?“?“ „Fyrirbæri? kannski galdrar, draugagangur. Það væri kannski skýring út af fyrir sig, en hingað til hefur slíkt ekki komið fyrir í okkar starfi! Nei, verið þér bara rólegur. Triton er nú á þessari stundu nokkur hundruð mílur í burtu héðan, og hvorki loftskeytamaðurinn né radarinn getur haft beint samband við hana. Góða nótt, Sir!“ „Góða nótt, Mr. Baker!“ Eglinton lagði símtólið á, gramur á svip. Svo kveikti hann í vindlingi, líklega þeim þrítugasta þessa nótt. Baker hafði rétt fyrir sér, hvað það snerti, að ekki var lengur unnt að ná sambandi við Triton. Fjarlægðin var of mikil. En nú kom líka hver flugvélin af annarri, sem voru ýmist að fara vestur eða koma þaðan. Þær voru spurðar um Triton, en enginn var neins vísari. Eglinton vissi, að á honum einum hvíldi ábyrgðin. Henni gat enginn létt af honum — heldur ekki Baker. Hann varð enn þungt hugsandi. Nei, Viruly mundi ekki leggja upp í vesturför með biluð loftskeytatæki og hafa 51 farþega innanborðs, auk 5 manna áhafnar. Viruly var of reyndur og samvizkusamur til þess. Nýtt S O S 23

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.