Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 24

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 24
Eglintcn hrökk upp úr þessum hugsunum við það, að síminn hringdi. Birthley greip símtólið og kynnti sig, íékk það svo Eglinton: „Það er tollstöðin, Douglas tollþjónn." „Þetta er Douglas á tollstöðinni. Getið þér ge£ið okkur upplýsingar um Triton, Mr. Eglinton?“ „Nei, því miður. Hefur sennilega haldið áfram ferðinni með biluð loftskeytatæki." „Eg veit ekki, Mr. Eglinton, hvort yður finnst þetta óþarfa reki- stefna, en mig langar til að vekja athygli yðar á einu atriði í sambandi við brottför flugvélarinnar.“ Eglinton hnykkti við. Rödd tollþjónsins var dálítið hikandi, en al- varleg. „Já, gjörið svo vel, Mr. Douglas. Hvað liggur yður á hjarta?“ „Einn okkar manna, Thomas Baxter tollþjónn, sem annaðist tollaf- greiðslu hjá Triton, segist hafa tekið eftir því, að hreyflarnir hafi gengið eitthvað óreglulega við flugtak. Eg get náttúrlega ekkert fullyrt um þetta, en ég hélt . . „Hvað segið þér?“ greip Eglinton fram í. „Og þér segið frá þessu fyrst núna?“ „Mér var ekki sagt frá þessu fyrr en núna,“ svaraði Douglas. „Og það var a£ hreinni tilviljun, að maðurinn hafði orð á þessu.“ „Gjörið svo vel að senda manninn hingað til mín tafarlaust! Eg hef aldrei vitað annað eins og þettal" hrópaði Eglinton og skellti tólinu á. Eglinton sagði Birthley og Ellis frá þessari nýju frétt tollþjónsins. Skömmu seinna gekk Thomas Baxter, tollvörður nokkuð við aldur, inn í herbergið og var hikandi í framgöngu. Hann hafði verið tollþjónn á Shannon síðan 1948. Hann var sérlega trúr í starfi, afskiptalaus um annarra hagi og heldur ómannblendinn. „Góðann daginn, herrar mínir!“ heilsaði hann hinn rólegasti. „Sælir!“ svaraði Eglinton, snöggur í bragði og benti manninum að fá sér sæti. „Mr. Douglas hefur sagt mér, að þér hafið veitt því eftirtekt, að hreyfl- arnir í Triton hafi gengið óreglulega við flugtak. Er þetta rétt?“ „Já, Sir!“ „Hvað er þetta maður!“ hrópaði Eglinton æstur og gramur. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar. Skiljið þér það ekki?“ „Jú, Sir!“ 24 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.