Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Page 34

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Page 34
„Jæja, hefur Triton látið frá sér heyra? Eða er hans saknað ennþá?“ Eglinton spratt á fætur skelfdur á svip. Heyrði hann virkilega rétt? „Ha — þér — um það ætlaði ég einmitt að frétta hjá yður!“ „Hjá mér?“ svaraði Eglinton hissa. „Hví í ósköpunum hjá mér?“ „En þér höfðuð þó loftskeytasamband við Triton . . .“ Millian horfði undrandi á Eglinton: „Eg? Loftskeytasamband við Triton? Aldrei á ævinni!" Eglinton var orðinn náfölur. Hönd hans titraði, er hann rétti loft- skeytamanninum á Atlantic skeytið frá Ocean. „En lesið þér sjálfur — gjörið svo vel!“ Millian las loftskeytið með vaxandi undrun. Það varð löng og kveljandi þögn. Þá sagði Millian: „Hvernig dettur þessum Princton í hug, að fullyrða slíka vitleysu? Eg hef ekki talað við Triton aukatekið orð. Hinsvegar talaði ég við farþegaflugvélina Xeres um Triton. Xeres, sem var á leið til Banda- ríkjanna sagði mér aðeins, að það væri verið að leita að Triton, og bað mig um að koma orðsendingu til Shannon, ef svo færi, að ég heyrði í Triton á leiðinni." Eglinton starði á bókunina í loftferðabók Atlantic: Klukkan 4,03 Atlantic frá Xeres: Hafið þér frétt nokkuð af KLM- Triton? — Xeres. Klukkan 4,06. Xeres frá Atlantic: Nei, Hvað hefur skeð með Triton? — Atlantic. Klukkan 4,07. Atlantic frá Xeres: Triton saknað siðan klukkan 2,34. — Stop — Ef þér verðið einhvers visari, gjörið svo vel að tilkynna Shannon-flugvelli — Stop — Xeres. Klukkan 4,09. Xeres frá Atlantic: OK Atlantic. Klukkan 4,09. Atlantic frá Xeres: Ef til vill bara bilað loftskeytatceki hjá Triton — Stop — Erum á leið til New York — Stop — Allt í lagi um borð — Xeres. Klukkan 4,10. Xeres frá Atlantic: Lika allt i lagi hjá okkur — Stop — Góða ferð — Atlantic. Eglinton greip báðum höndum fyrir andlitið og mátti ekki mæla fyrir geðshræringu. í einni svipan stóð honum þetta allt skýrt fyrir hugskots- sjónum. Ocean hafði aldrei náð nema broti af því, sem flugvélunum fór á milli og dregið þá ályktun, að hin flugvélin væri Triton. 34 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.