Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 36

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 36
Hann var hreint ekki viss um, hvort Eglinton væri með réttu ráði! Hann hristi höfuðið, náði sér í þurrku og gekk út úr salnum. Við dyrnar hafði hann nærri rekizt á Eglinton, sem greip í handlegg hans og hrópaði æstur mjög: „Hvar er konan?“ „Þarna hinumegin — við þriðja borðið — með súpuna —“ Að þessu þriðja borði skundaði Eglinton. Og nokkrum mínútum seinna öskruðu sírenurnar í þriðja skiptið þessa nótt. Enn var rauðum rakettum skotið upp í loftið og leitarflugvél- ar hófu sig á loft. Þremur klukkustundum of seint hófst björgunar- starfið. KLUKKAN 5,20. Á þakinu á Triton geta nú aðeins fáir komizt fyrir. Háflæðið færir nú flakið allt í kaf ískyggilega ört. Viruly og Sypkens halda sér enn úti á enda vinstri vængsins, sem enn er upp úr vatninu. Annan flugmann, van Braake, hefur enginn séð síðan fyrir tveim klukkustundum eða til hans heyrt. Þeir vita ekki enn, að hann féll í straumiðuna og fannst löngu seinna drukknaður við norðurbakkann. . Viruly kallar aftur og aftur til fólksins, sem nú er alveg að þrotum komið. Hann segir, að nú þurfi aðeins að þrauka hálfa klukkustund enn, þá væri hjálpin vís. En spurningin er, hvort þessi hálfa klukkustund verði ekki of löng þessu sárhrjáða fólki. Bráðum fer að birta. Fiskimenn munu koma auga á þau. Flugvélar fara að fljúga yfir staðinn. En kraftarnir eru að dvína. Enn sekkur einhver, sem hafði haldið sér í kaðalinn, sem björgunarbáturinn var bundinn með. Hann hverfur þegjandi og hljóðlaust ofaní straumiðuna. Mundi Þjóðverjinn komast til lands? Það væri kannski með því móti, ef hann gæti synt til lands. En margar sandgrynningar eru slæmur þröskuldur á veginum. Þessar grynningar eru verri en nokkur fen. Mað- ur sekkur ofan í sandbleytuna, og því meira sem maður berst um til að losa sig, því dýpra sekkur maður í eðjuna. Og hinir farþegarnir? Viruly hefur enga von um, að nokkur þeirra nái landi. Margir þeirra voru illa haldnir, er þeir lögðu af stað. Það eru sem næst tuttugu far- 36 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.