Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 9

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 9
Þ J Ó Ð I N 253 og Gísla Sveinssyni. En stjórnar- flokkarnir lögðust móti tillögunni og kæfðu hana. Við G. Sv. bárum tillöguna aftur fram á síðara þinginu 1937, nokkuð breytta. En þá fór á sömu leið. — Stjórnarflokkarnir snerust aftur gegn henni og svæfðu hana. ’ i Uppsögn sambandslagasamningsins. Engin þjóð fremur en einstak- lingar, nær eðlilegum þroska, sé hún öðrum háð, Þetta eru ekki að- eins reynslusannindi, heldur eðlis- lögmál. Því auk þess sem slikur bandingi fær ekki að neyta orku sinnar og vitsmuna utan þess tak- markaða sviðs, sem tjóðurbandið nær yfir, mótar þjónsstaðan skap- ferli hans, og gerir liann smærri en liann ella mundi verða. í þessu efni er reynsla okkar sjálfra hæði skýr og eftirtektarverð. Sagan birtir það glöggt, hvernig menning okkar og styrkur fjaraði út við hvert tröppustig, sem við stig- um niður á við til ófrelsis, við hvert liaft, sem á þjóðina var lagt af er- lendu valdi. — Á sama hátt var það, er vér, fyrir rás viðhurðanna, tókum að öðlast aukið sjálfsforræði í ýmsum efnum. Þá blossuðu uþp framfarir hér á landi við hvert skref, er stigið var, á sjálfstæðis- brautinni. Nægir að minna á það, að þegar vér fengum innlenda stjórn árið 1903, hófst hér glæsilegt framfaratímabil. Tímabilið frá því ári til byrjunar ófriðarins 1914 er eflaust mesta framfaratímabil, sem nokkurn tíma hefir orðið í æfi ís- lenzku þjóðarinnar. Og eftir full- veldisviðurkenninguna 1918 bloss- uðu hér aftur upp framfarir. Að sönnu voru þá í ýmsum greinum óheilbrigðir tímar hér, eins og ann- ars staðar í veröldinni, þvi heita mátti að allar þjóðir væru í sárum eftir heimsófriðinn. En tímabilið hér 1923—1927 er annað glæsileg- asta framfaratímabilið í sögu seinni alda hér á landi. Að lokum vil eg minnast á það nokkrum orðum, hvort hætta muni á því, að okkur mistakist að stíga síðasta og merkilegasta sporið á sjálfstæðisbrautinni, sem sé það að segja upp sambandslagasamningn- um og taka yfirráð allra islenzkra mála og öll gæði landsins i eigin hendur. 1 þvi sambandi vil eg fyrst rekja skilyrðin, sem sett eru í sambands- lögunum sjálfum, fyrir uppsögn þeirra: 1. málsgrein 18. gr. segir, að eft- ir árslok 1940 geti þing hvorrar þjóðarinnar sem er krafizt þess, að byrjað sé á samningum um endur- skoðun samhandslaganna. þá segir, að ef samkomulag hafi ekki náðst innan þriggja ára, geti hvort þing- ið sem er samþykkt, að samingur þessi sé úr gildi felldur. En til þess að ályktunin fái laga- gildi og verði bindandi fyrir bæði rikin, eru sett fyrst þau skilyrði, að hún hafi verið samþykkt af þingi annarar hvorrar þjóðarinnar með minnst % allra atkvæða. Og siðan verður ályktunin að vera samþ. við þjóðaratkvæðagreiðslu í sama landi með að minnsta kosti % allra

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.