Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 9

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 9
Þ J Ó Ð I N 253 og Gísla Sveinssyni. En stjórnar- flokkarnir lögðust móti tillögunni og kæfðu hana. Við G. Sv. bárum tillöguna aftur fram á síðara þinginu 1937, nokkuð breytta. En þá fór á sömu leið. — Stjórnarflokkarnir snerust aftur gegn henni og svæfðu hana. ’ i Uppsögn sambandslagasamningsins. Engin þjóð fremur en einstak- lingar, nær eðlilegum þroska, sé hún öðrum háð, Þetta eru ekki að- eins reynslusannindi, heldur eðlis- lögmál. Því auk þess sem slikur bandingi fær ekki að neyta orku sinnar og vitsmuna utan þess tak- markaða sviðs, sem tjóðurbandið nær yfir, mótar þjónsstaðan skap- ferli hans, og gerir liann smærri en liann ella mundi verða. í þessu efni er reynsla okkar sjálfra hæði skýr og eftirtektarverð. Sagan birtir það glöggt, hvernig menning okkar og styrkur fjaraði út við hvert tröppustig, sem við stig- um niður á við til ófrelsis, við hvert liaft, sem á þjóðina var lagt af er- lendu valdi. — Á sama hátt var það, er vér, fyrir rás viðhurðanna, tókum að öðlast aukið sjálfsforræði í ýmsum efnum. Þá blossuðu uþp framfarir hér á landi við hvert skref, er stigið var, á sjálfstæðis- brautinni. Nægir að minna á það, að þegar vér fengum innlenda stjórn árið 1903, hófst hér glæsilegt framfaratímabil. Tímabilið frá því ári til byrjunar ófriðarins 1914 er eflaust mesta framfaratímabil, sem nokkurn tíma hefir orðið í æfi ís- lenzku þjóðarinnar. Og eftir full- veldisviðurkenninguna 1918 bloss- uðu hér aftur upp framfarir. Að sönnu voru þá í ýmsum greinum óheilbrigðir tímar hér, eins og ann- ars staðar í veröldinni, þvi heita mátti að allar þjóðir væru í sárum eftir heimsófriðinn. En tímabilið hér 1923—1927 er annað glæsileg- asta framfaratímabilið í sögu seinni alda hér á landi. Að lokum vil eg minnast á það nokkrum orðum, hvort hætta muni á því, að okkur mistakist að stíga síðasta og merkilegasta sporið á sjálfstæðisbrautinni, sem sé það að segja upp sambandslagasamningn- um og taka yfirráð allra islenzkra mála og öll gæði landsins i eigin hendur. 1 þvi sambandi vil eg fyrst rekja skilyrðin, sem sett eru í sambands- lögunum sjálfum, fyrir uppsögn þeirra: 1. málsgrein 18. gr. segir, að eft- ir árslok 1940 geti þing hvorrar þjóðarinnar sem er krafizt þess, að byrjað sé á samningum um endur- skoðun samhandslaganna. þá segir, að ef samkomulag hafi ekki náðst innan þriggja ára, geti hvort þing- ið sem er samþykkt, að samingur þessi sé úr gildi felldur. En til þess að ályktunin fái laga- gildi og verði bindandi fyrir bæði rikin, eru sett fyrst þau skilyrði, að hún hafi verið samþykkt af þingi annarar hvorrar þjóðarinnar með minnst % allra atkvæða. Og siðan verður ályktunin að vera samþ. við þjóðaratkvæðagreiðslu í sama landi með að minnsta kosti % allra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.