Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Side 5
Þ J Ó Ð I N
195
dynja á hinum ríku, þar til að þeir
hrökluðust frá; þá sætum við auð-
vitað að krásunum. — En til þess
að geta gengið að þessu með oddi
og egg, þurftum við að þurrka úr
vitund okkar alla kristna trú.
Því ekki það? Biblían var vitan-
lega ekkert annað en skáldsaga, sem
auðvaldið hafði samið, til að útiloka
alla mótspyrnu verkalýðsins á móti
kúgunarvaldi arðræningj anna.
Orð Jesú: „Elskið óvini yðar og
biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,“
voru aðeins sett til að deyfa haráttu-
hneigð hinna undirokuðu. Þau voru
ekki til að göfga mannssálina eða
til að auka einingu og hræðralag
manna á meðal; nei, það kom ekki
til mála.
Kenningar hihlíunnar um sáttfýsi,
mannkærleika, voru húmhúkk eitt;
slíkt lilutum við að fordæma og nota
aðeins okkar eina vopn, hnefann,
þar til að við náðum í annað kröft-
ugra. Hann átti nú að.vísu eina 12-
skota skammhyssu, en það mátti
enginn vita það.
Ef þú lætur þér ekki segjast og
gerist meðlimur í félagi ungra kom-
múnista, þá getur vel farið svo, að
við getum eyðilagt alla möguleika
fyrir þér til að fá vinnu hér.
Andspænis þessum eiturspúandi
liræsnara, stendur aðeins 15 ára
harn. Hvernig haldið þið, að hafi
verið umliorfs í huga þessa varnar-
lausa unglings, sem vfir hafði að
ráða takmarkaðri gagnrýni og eng-
an skjöld hafði lil að hera fyrir sig.
Ég veit, að þið mynduð alls ekki
geta áfellzt mig, þó liið dimma djúp
efans læddist inn i huga minn. Mér
var engan veginn unnt að útiloka
þá hræðilegu liugsun, að ef til vill
liefði þessi maður rétt að mæla, og
mér var þó hrýn nauðsyn að halda
vinnu minni, þó á kostnað míns
fyrra hugarfars væri.
Af guðs náð og annara góðra
vætta, slapp ég úr hinum kalda
hrammi sósialismans, en það var
áreiðanlega sérstakl.
Á tæpum harmi glötunar hafði
ég staðið, en í mestu raununum lær-
ir maðurinn mest, ef hann þá kemst
klakklaust af. Þannig fór fyrir mér.
Ég hafði komizt á snoðir um, hvað
var að gerast innan þessara vand-
ræðamanna þjóðfélagsins. Ég liafði
séð og reynt hið svívirðilegasta og
mannúðarsnauðasta athæfi, sem
nokkur maður fremur, og nú gat
ég orðið meðbræðrum mínurn og
systrum að liði, með því að vara
þau við þessu fylgsni, sem fyllt er
með eyðileggingar- og sundrunar-
öflum.
Þú ungi maður, sem ert ef til vill
ekki búinn að gera þér þess fulla
grein, hvaða landsmálastefnu eða
lífsskoðun þú aðhyllist, og ert þess
vegna ekki vigbúinn gegn árásum,
festu þér í minni, að livenær sem
er og hvar sem þú fer, áttu von
á að hitta fláráðan böðul mann-
dóms þíns og mannkosta, sem ekki
skirrist við að ganga milli bols og
höfuðs réttlætiskenndar þinnar og
sannleiksástar. Mundu eftir orðum
Jesú: Varið ykkur á falsspámönn-
unum, þeir koma til ykkar í sauð-
argæru, en eru hið innra glefsandi
vargar.
Spurningin er: Hvernig á ég að