Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 12
202
Þ J Ó Ð I N
þjóðum. 0g frelsið og sjálfstæðið
kom ekki allt í einu.
1874 fengum vér í liendur lög-
gjafarvaldið. 1904 var framkvæmd-
arvaldið flutt inn í landið, og þriðji
þýðingarmikli hornsteinninn und-
ir því þjóðskipulagi, sem vér búum
við, var lagður með lögum nr. 22
frá 1919 um innlendan hæstarétt.
Jafnframt því, sem vér byrjuðum
að endurheimta frelsið 1874 og til
1918, eða í 44 ár, hófst hægfara ]iró-
un á mörgum sviðum þjóðlifsins,
en hér er hvorki timi né tækifæri
til að rekja þá voraldarsögu hins is-
lenzka þjóðlífs, heldur athuga lítil-
leaa hver árangurinn hefir orðið af
fullveldinu i þau 20 ár, sem liðin
eru siðan.
Það má þó ekki ganga fram hjá
þvi heillaspori, þegar stofnað var
Eimskipafélag Islands, árið 1915,
Illa hefðum vér verið staddir i
heimsstyjöldinni, ef hinn litli skipa-
stóll félagsins hefði þá eigi verið til.
Þó fvrstu tvö skrefin, 1874 og
1904, væru stór og þýðingarmikil,
var þriðja skrefið, 1918, hið stærsta,
því þá var ísland viðurkennt frjálst
og fullvalda riki, og þótti það þá
mikilsverð auglýsing um sjálfstæð-
ið, er islenzki fáninn blakti við hún
á hverju islenzku skipi, sem sigldi
um höfin blá, til framandi þjóða.
Að vera frjáls og fullvalda, það
voru glæsileg orð, þegar litið er til
þess mótsetta, að vera fjötraður með
athafnir sínar sem ófjárráða mað-
ur. —
En hvernig höfum vér notfært
okkur frelsið?
Það er sagt, að meiri vandi sé
að gæta fengins fjár en afla þess.
Og höfum vér ekki gætt oss hófs við
brostin bönd og fjötra. Hverjar eru
staðreyndirnar: Stórstígar fram-
kvæmdir i jarðrækt, listrænum
byggingarstil og skipulagi kaup-
túna, margskonar tækni hagnýtt i
sambandi við það, að leystar hafa
verið úr læðingi orkulindir lands-
ins, svo sem jarðhitinn og vatns-
orkan.
Þá má þess minnast, að mjög
mikið hefir verið unnið að heil-
brigðismálum beint, og óbeint með
auknu hreinlæti og líkamsþjálfun.
Loks má ekki gleyma því, sem full-
komið sjálfstæði lagði á herðar Is-
lendingum, en það var að semja og
heyja baráttu við aðrar þjóðir i
sambandi við verzlunarviðskipti og
afurðasölu; hefir það verið erfitt
verk, annarsvegar vegna þeirrar
stefnu stórþjóðanna, að krefjast við-
skiptajöfnuðar, en hinsvegar vegna
hinnar einhliða framleiðslu ís-
lenzkra atvinnuvega.
Sjálfstæðið hefir i reyndinni fvrir
þjóðlifið verið sem vorið fvrir gró-
anda landsins, og ávextirnir i næstu
framtíð þurfa að verða þeir, að úr
hverjum einstakling, fvrir atbeina
löggjafarvaldsins, framkallist sú
orka, sem ]iar er óleyst.
Það má ekki, ef vel á að fara.
grafa gull aðeins úr örfáum, held-
ur öllum einstaklingum þjóðarinn-
ar. sem til verður náð.
En því miður: „Ennþá i heimin-
um margt hvað hið mesta, sem
mannkvnið eignast. hið djarfasta
bezta, er ræktarlaust fóstrað i kofa-