Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 14
204
Þ J Ó Ð I N
Guðmundur Benediktsson:
Fréttabálkur
frá útlöndum.
FINNLAND OG KOMMÚNISTAR.
I. Finnland.
Arás Rússa á Firinland mælist hið
versta fyrir, eins og að líkindum
lætur. — Þjóðirnar keppast við að
lýsa yfir samúð sinni með Finnum,
ekki aðeins í orði, heldur einnig á
I)orði. Sum af stórblöðum heimsins
virðast líta svo á, að árás Rússa sé
svo hróplegt níðingsverk, að engu
verði þar til jafnað á síðari tímum.
Samúð þjóðanna með Finnum og
fordæming þeirra á framferði
Rússa er hæði sjálfsögð og eðlileg.
Finnar eru fámenn þjóð, nálega 50
sinnum fámennari en Rússar. Og
það er mannleg tilfinning, að hafa
samúð með þeim, sem er minni
máttar, og að fvllast heilagri reiði.
þegar sá sterki lætur kenna afls-
munar og heitir bolabrögðum. Finn-
ar eru einnig merkileg þjóð, sem
hefir sýnt meiri stjórnmálaþroska
en margar aðrar þjóðir. Þeir hafa
stjórnað fjármálum sínum, síðan
þeir urðu sjálfstæðir, með slikum
ágætum, að fáar þjóðir standa þeim
þar framar. Þeir eru íþróttamenn
miklir, sem getið hafa sér hinn
bezta orðstirr á íþróttakappmótum
þjóðanna. Andleg menning þeirra
er með miklum blóma. Sibelius er
talinn mesta tónskáld nútímans, og
stórskáldið Sillanpáa munu flestir
kannast við.
En það er hvorki smæð Finna,
hreysti þeirra, stjórnmálaþroski eða
andlegir hæfileikar, sem mestu hafa