Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 16
206
Þ J Ó Ð 1 N
Landamæri Finnlands hins nýja
urðu svijiuð landamærum hins
gamla rússneska stórhertogadæmis.
Finnar fengu íslausa höfn, Petsamo,
við Norðuríshafið. Og þó að all-
margir Finnar yrðu kvrrir innan
Iandamæra Rússlands, reyndi
finnska stjórnin að tryggja réttindi
þeirra eftir föngum, því að hún
fékk loforð Rússa-stjórnar um að
þeir skyldu mynda pólitíska, fjár-
liagslega og menningarlega heild.
Rússar stóðu ekki við loforðin. Það
kom slrax í Ijós árið 1921. Finnar
kærðu þessar vanefndir Rússa fvr-
ir Þjóðabandalaginu. Bandalagið
vildi miðla málum í deilu þessari,
en það bar engan árangur, þar sem
Rússar neituðu að laka nokkuð það
til greina, sem frá Þjóðabandalag-
laginu kæmi. Smám saman jafnað-
ist þessi ágreiningur. En 1931 versn-
aði samkomulagið aftur. Það staf-
aði af því að Rússar fóru að reka
Finna, er bjuggu i Ingermannlandi,
burtu frá heimilum sínum og setja
þá niður í ýmsum útkjálkum ríkis-
ins. Um þessar mundir tók „Lappó“-
hreyfingin að láta til sín taka í
Finnlandi. Henni var stefnt gegn
kommúnistum. Samkomulagið var
þvi ekki hið bezta milli Rússa og
Finna um þessar mundir. Það batn-
aði þó brátt. Og árið 1932 gerðu
þeir hlutleysissáttmála á milli sín.
Finnland hefir alltaf haft það í
liuga, að Rússar eru nágrannar þess,
og hefir það sett svip sinn á utan-
ríkismálastefnu Finna. Þeir hafa
haft það svo fast í huga, að síðan
Finnska strandvarnarliðið í Ilangö.