Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 17
Þ J Ó Ð I N 207 1932 hefir engin snurða hlaupið á þráðinn milli þeirra og Rússa, þar til nú, er þeir síðarnefndu tóku að seilast til landa og álirifa í Finn- landi. Finnar reyndust sáttfúsir, eins og kunnugt er, en þeir vildu ekki tefla sjálfstæði sínu og frelsi i liættu. Rússar undu því ekki og réð- ust með her inn i Finnland, án þess að segja Finnum slrið á hendur. Finnar gátu valið um tvær leiðir í utanríkismálum sínum, að lialla sér að haltnesku löndunum og að mynda með þeim nokkurs konar varnarhandalag gegn Rússum, eða að hafa nána samvinnu við hin Norðurlandaríkin. Finnska þingið tók þá stefnu, að velja síðari kost- inn, m. a. vegna þess, að það taldi of náið samhand við Pólland hættu- legt, þar sem það átti víða sökótt. Samkomulagið við hin Norðurlönd- in hefir verið með ágætum. Finnland hefir verið lýðveldi síð- an það varð sjálfstætt. Þingið er slcipað 200 fulltrúum, sem kosnir eru til 3ja ára í senn. Flokkar „Lappó“-manna og kommúnista eru bannaðir. Enn sem komið er verður Rúss- um litið ágengt í Finnlandi, þrátt fyrir það, að þeir hafa þar ofurefli liðs, velhúið að hvers konar dráps- tækjum. En Finnar eru harðfengir og hraustir. Þeir þekkja kúgunina frá fvrri tímum. Og þeir Iiafa einn- ig lærl að þekkja hamingju þá, er frelsið veitir, síðustu 20 árin. Þeir vita, hver umskiptin verða, ef Rúss- ar lcggja land þeirra undir sig. — Þess vegna æðrast þeir hvergi og berjast eins og hetjur. Heill fylgi haráttu þeirra. II. Kommúnistar. Kommúnistar liafa haldið því fram um margra ára skeið, að engri þjóð gæti stafað hætta af hinum rauða rússneska her, því að Rúss- ar væru verndarar smáþjóðanna, og hefðu eigi landvinninga i liuga. Þeir sögðu, að alþýðan réði í Rúss- landi, og einmitt þess vegna gæti aldrei komið til árásarstríös af hálfu Sovét-Rússlands. Arás Rússa á Finnland hefir sann- að mönnum, að allar þessar fullyrð- ingar voru ósannindi, ef tikvill vis- vitandi ósannindi. Alliæfi Rússa er andstyggilegasta og siðlausasta of- beldisverkið, sem framið hefir verið gegn nokkurri þjóð á síðari tímum. Og það er lítt hugsandi, að komin- únistaforsprakkarnir liafi ekki vit- að, að við þessu mátti húast af rúss- neskum stjórnarvöldum. Þeir hafa haft svo náin kynni af þeim, að þeir geta varla hafa farið villir veg- ar um hug rússnesku stjórnarinnar til þessara mála. Eins og vitað er hafa Rússar myndað „finnska leppstjórn“ í hæ einum á landamærunum. Finnskir kommúnistar eiga sæti í henni. Hún hefir fengið viðurkenningu Rússa og kvað liafa beðið þá um hjálp lil þess að koma sér til valda í Finnlandi. Hlutur þessara manna er hinn svívirðilegasti. Þeir eru föð- urlandssvikarar, sem ekkert gefa eftir fyrirlitlegustu ættjarðarsvikur- um fvrri tíma. Kommúnistar á íslandi sjá ekk- ert athugavert við athæfi þessarar leppstjórnar. Þeir dásama hana og vegsama. Þeir sýna með því, að

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.