Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 18
Finnskir skíðamenn á norSurvígstöSvunum.
þeir eru reiðubúnir til þess að leika
sama hlutverkið hér á landi og hún
er nú að leika i Finnlandi. Hvort
þarf nú framar vitna við? Leiknr
nokkur vafi á því framar, að for-
sprakkar hérlendra kommúnista séu
landráðamenn í lijarta sínu?
En þó að lilutur finnsku lepp-
stjórnarinnar sé svívirðilegur, þá
sýna iiérlendir kommúnistar, að.
þeir eru ennþá svívirðilegri. —
Finnsku „leppráðherrarnir“ liafa
dvalið í Rússlandi um 20 ára skeið.
Og þeir voru flæmdir úr landi sínu.
Þeir líta því sennilega á sig sem
Rússa, en ekki sem Finna. Hér-
lendir kommúnistar hafa fengið að
dvelja og starfa hér í landi, óáreitt-
ir með öllu. Þeim liefir um langt
skeið verið hossað og hampað af
ísl. stjórnarvöldum. Og þó eru þeir
nákvæmlega sama sinnis og hinir
útlægu finnsku kommúnistar, sem
mynda leppstjórnina. — Lengi get-
ur vont versnað.
Lýðræðisflokkarnir á Alþingi
hafa lýst yfir því, að þinginu sé
misltoðið með setu kommúnistanna
þar. Jafnframt Iiafa þeir vikið þeim
úr Islandsdeild Þingmannasam-
bands Norðurlanda.
Þingið liefir gert skyldu sína. Nú
verður að koma til kasta þjóðar-
innar. Hún verður að reka rúss-
neska hyskið af höndum sér.