Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Page 21
í> J Ó Ð í N
háværast heldur þessari kröfu fraitt,
en hér heima mun Björn Jónsson,
ráðherra, fyrstur manna hafa vakið
máls á því, að leiklistin hefði slíkt
lilutverk, en Einar Kvaran, rithöf-
und, má telja aðal fulltrúa hennar
við leikhúsið.
Fyrir 50 árum, rúmum, skril'ar
Björn Jónsson langa grein í ísafold
um sjónleiki viðvaninga, og segir
þar meðal annars:
Það er auðvitað sjaldan
svo Ieikið hér né annarsstaðar, af
viðvaningum, að stöku maður geri
það ekki dável, og vonum betur,
svo að jafnvel þeim gæti orðið
skemmtun að, er séð liafa reglu-
lega listamenn leika og í almenni-
legum leikliúsum. En það er eins
og það liverfi innan um hin ósköp-
in, sem algengust eru: að leikend-
urnir virðast ekki hafa aðra lnig-
mynd um list þessa en að hún sé
annað hvort fólgin í sem kátleg-
ustum skrípalátum, eða þá í því,
að þylja upp reiprennandi i lestr-
ar- eða prédikunartón þau orð, er
teikritshöfundurinn liefir lagt
þeim í munn . . . .“
Og ennfremur:
„. . . . Uppgerð og skrípalæti, —
það er það sem fjöldinn af kunn-
áttulausum leikendúm virðist i-
mynda sér að sé mergurinn máls-
ins í leikara-íþróttinni. Eða svo
verður það oftast í framkvæmd-
inni, jafnvel þótt margir þeirra
liljóti að vera svo skynugir, að þeir
viti, að leikmenntin á að sýna
mannlifið eins og það er og höf-
2l 1
undur leikritsins hefir ætlazt til,
en ekki með þeim látum, er óvit-
ar, §em á horfa, hlæja helzt
að ....“
Þessi, og önnur hvassari ummæli í
gagnrýni Björns Jónssonar, líklega
hinni fyrstu ópinberu gagnrýni, sem
gjörð er hér á landi um leikhús, gef-
ur til kynna, að leiklistin hafi ekki
síaðið á háu stigi hér þá. Og því mið-
ur eru framfarirnar ekki eins aug-
Ijósar nú, hálfri öld síðar, og ætla
mætti.
★
Margt er athyglisvert í þessu. T. d.
það sem sagt er um að þylja rei])-
rennandi, í lestrar- eða prédikunartón
það, sem höfundurinn leggur leikend-
unum i munn. Þetta er einmitt sá
galli, sem flestir viðvaningar flaska
á, og það er einn öruggasti votturinn
um vöntun á sköpunarmætti leikar-
ans, ef hann ekki getur gert það, sem
hann á að segja, lifandi, gefið þvi
ljós og skugga hins mælta máls.
Þetta er líka eitt af þvi, sem hinn
mikli leiklistarfrömuður Rússlands,
Stanislavsky, leggur mest upp úr.
Stanislavsky kom á stórfeldum um-
hótum á rússne'ska leikhúsinu, ein-
mitt með því að liverfa að því ráði,
að sýna mannlífið eins og það er,
og hann leggur sérstaka áherslu á
það, að leikendurnir geti talað rétt.
í æfisögu sinni segir liann frá því,
í hve miklum erfiðleikum hann sjálf-
ur hafi átt, við að ná málinu fullkom-
lega á sitt vald, hvernig hann barðist
við það tímum og dögum saman,
að fá kannske eina setningu úr heilu
hlutverki til að verða lifandi og eðli-
lega.