Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Page 23
[> J Ó I) I N
2115
í hverju landi er einkum lögð áhersla
á að vinna úr innlendum verkefnum,
leikritum eftir innlenda höfunda um
innlent efni. Og allsstaðar þar sem
samvinna milli rithöfunda og leik-
enda er hezt, nær leiklistin beztum
árangri. Shakespeare skrifaði leikrit
sín fyrir ákveðinn flokk leikara.
Rússneski rithöfuridurinn Tjekiiov
skrifað mörg af leikritum sírium
fyrir Stanislavskv leikhúsið. Bern-
hard Shaw skrifaði um eitt skeið
með sérstöku tilliti til einstakrar leik-
konu, og svipuð dæmi mætti telja
fram úr leiklistarsögu Norðurland-
anna. Þetta Iiefir líka verið svo
hérna. Leikrit þeirra Indriða Einars-
sonar og Einars Kvaran eru gerð með
hliðsjón af aðstöðu leikhússins hér
til að sýna þau. Bæði þeir og Jóhann
Sigurjónsson skrifa með tilliti til
staðhátta hér á landi. En eftir að
þeirra naut ekki lengur við, hefir
þessu ekki verið haldið áfram. Þeir
lögðu traustan grundvöll að þjóð-
legri leiklist, en rithöfundar vorir
hafa ekki haldið áfram verki þcirra,
og innlendri leikritagerð hefir tví-
mælalaust hrakað á síðari árum.
Leikhúsið hefir þvi einkum fengizt
við erlend verkefni. Og er það skaði,
því leikhús, sem aðeins starfar með
þýðingum úr erlendum bókmennt-
um festir aldrei rætur í lifi þeirrar
þjóðar, sem það starfar með.
Mest ber hér á þýðingum úr ensk-
um og þýzkum leikritum, enda mun
úrvalið vera mest hjá þessum þjóð-
um. Hinsvegar hefir á síðari árum
verið litill gaumur gefinn að nor-
rænni leikritagerð, og er það áreið-
anlega misráðið. Það er enginn vafi
á því, að meðan ekki er völ á fram-
bærilegum íslenzkum leikritum, væri
það affarasælla fvrir leikhúsið að
leggja meiri áherslu á að vinna úr
norrænum verkefnum, heldur en
enskum og þýzkum, þó auðvitað
megi ekki heldur ganga alveg fram-
hjá þeim. Það má heita að þau nor-
ræn leikrit, sem fram hafa komið
siðustu tvo áratugina, séu alveg ó-
þekkt hér á landi, og hafa þó ýmsir
norrænir leikritahöfundar getið sér
góðan orðstir annarsstaðar. Það hafa
meir að segja komið fram leikrit efl-
ir íslenzka höfunda erlendis, sem eru
alveg óþekkt hér heima.
★
Þegar sagt er, að verkefni leiklist-
arinnar séu einkum viðfangsefni
■samtíðarinnar, verður að hafa hug-
fast, að leiklistin getur sinnt þeim á
margan hátt. Hún þarf að vera jafn-
vig á glens og gaman, sem harmleiki
mannlegs lífs. En þó glens geti verið
miðlunaraðferð fyrir listina í þessu
verkefni, má ekki rugla því saman
við ]iað lilutverk hennar að vera til
skennntunar. Það er aftur allt annar
og þýðingarminni þáttur i starfi leik-
hússins.
Það eru einkum hin lélegri leikhús,
einkaleikhús, sem rekin eru til fjár,
sem leggja stund á ])að að vera aðeins
til skemmtunar. Leikhús, sem rekjn
eru fyrir opinbert fé, reyna jafnan
að haga því þannig, að öllu þeirra
ganmi fylgi nokkur alvara, að af
glensinu megi eitthvað gagnlegt læra.
Hér hjá okkur stendur nokkuð
sérstaklega á um þetta. Það er ekki
gott að sjá hver sjónarmið raði i
starfsemi leikhússins. En i aðalatrið-