Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Síða 29

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Síða 29
Þ J ó Ð I N 219 Regnhlífarmaðurinn fyrrverandi sneri í aðra ótt. Lögregluþjónninn flýtti sér að aðstoða hávaxna ljós- hærða blómarós. Hann hjálpaði henni vfir götuna, til þess að hún yrði ekki fyrir strætisvagninum, sem var að koma, en var þó langt í burtu. Sóffi gekk í austur, eftir götu, sem framfarirnar höfðu evðilagt. Hann flevgði regnhlífinni frá sér af mikilli reiði inn í skot. Hann bar þungan hug til þeirra manna, sem hafa hjálma á höfði og kylfur í höndum. Af því að hann langaði til þess að lenda í klónum á þeim, virtust þeir líta á hann sem konung, er ekkert rangt gat gert. Að loknm komst Sóffi inn i eina af þeim götum, þar sem glitrið er minna og hávaðinn lítill. Hann beindi göng- unni til Madison-garðsins, því að heimþráin grípur jafnvel þá, sem eiga heima á bekkjum undir beru lofti. Sóffi nam staðar á götuhorni, þar sem litil umferð var. Þar var gömul og löguleg kirkja. Ljósglæta sást út um gluggann á gafli hennar. Organ- leikarinn var vafalaust að dunda þar, til þess að sannfæra sig um að allt væri i lagi fvrir næstu guðsþjón- ustu. Sóffi heyrði lágan en yndislegan liljóðfæraslátt frá kirkjunni. Hljóð- færaslátturinn tók hann föstum tök- um. Tunglið var hátt á lofti, skært og fagurt. Lítið var um farartæki eða gargandi fólk. Fuglar tístu i skot- um sínum. Maður hefði getað lialdið — en aðeins stutta stund — að mað- ur væri kominn í kirkjugarð i sveit. Og lagið, sem organleikarinn lék, hélt Sóffa kyrrum — við handriðið, þvi að hann hafði þekkt lagið vel á þeim dögum, þegar hann hafli kynni af mæðrum, rósum, metorðagirnd, vinum, fögrum hugsunum og flibb- um. Sóffi var móttækilegur fyrfr áhrif þessa stundina. Og tónarnir frá gömlu kirkjunni höfðu djúp og mik- il áhrif á sál hans. Hann sá með skelf- ingu, hyldýpij^, sem hann var fallinn í: ljóta æfi, ósæmilegar þrár, dauðar vonir, eyðilagða hæfileika og illar hvatir, sem nú fylltu lif hans. Hjarta lians var þessa stundina al- veg í samræmi við skapið, sem liann var i. Sterk áhrif knúðu hann til bar- áttu við örlögin. Hann skyldi komast upp úr hyldýpinu. Hann skyldi verða maður aftur. Hann skyldi sigrast á því illa, sem náð hafði valdi yfir honum. Tími var ennþá til þess, því að hann var ennþá tiltölulega ungur. Hann ætlaði að vekja upp aftur sína gömlu metorðagirnd, og láta stjórn- ast af henni. Hinir rólegu, en fögru tónar orgelsins höfðu komið af stað byltingu í liuga hans. Á morgun ætl- aði liann að leggja leið sina inn í þann hluta borgarinnar, þar sem meira er um starf, og leita þar eftir vinnu. Loðskinnainnflytjandi hafði einu sinni boðist til þess að gera hann að ökumanni hjá sér. Hann ætlaði að leita hann uppi á morgun og biðja hann um vinnu. Hann skyldi verða einhvers virði ennþá. Hann skyldi..... Sóffi fann, að hönd var lögð á öxl sér. Hann leit við, og.sá lögreglu- þjón.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.