Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 32

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 32
222 t j Ó Ð 1 S FYRIR OPNUM TJÖLDUM i. licðinn Valdimarsson, alþm., hef- ir nú sagt sig úr Ivommúnista- flokknum. Skýrir liann svo frá, að ágreiningurinn um styrjöld Rússa á liendur Finnum liafi ráðið úrsögn sinni úr flokknum. Nokkrir menn sögðu sig úr flokknum, ásamt Héðni. Ekki er vit- að, live margir þeir verða, en senni- lega verða þeir margir, því að vart er ætlandi, að þeir vesælu menn, sem fylgja Rússum að málum í hinni viðurstyggilegu árás þeirra á Finnland, eigi hér miklu fvlgi að fagna, eins og nú er komið. Magnús Jónsson er jafnt af and- stæðingum sem samherjum viður- kenndur sem einn fjölhæfasti gáfu- maður þjóðarinnar. Það má heita, að allt leiki í liöndum hans. Hann er afbragðs ræðumaður, kíminn og létl- ur í máli, en þó röksnjall, og fáir munu þeir, sem gleymt liafa ræðum lians í útvarpið fyrir þingrofs-kosn- ingarnar 1931. Ritfær í hezta lagi, víkingur til allrar vinnu, og svo mik- ilvirkur, að undrum sætir, listmál- ari og söngmaður. Um tvo áratugi hefir Magnús Jóns- son staðið framarlega í íslenzkum stjórnmálum. Hann var fyrst kosinn á þing 1921 fyrir Reykjavík og hefir verið þingmaður Reykvíkinga siðan. Hann hefir setið á fleiri þing- um fyrir Reykjavík en nokkur mað- ur annar hefir gert. En hvað verður nú um Héðinn? Ætlar liann nú að róa einn á háti eða ætlar liann að leita húsaskjóls hjá Alþýðuflokknum? Sama daginn og Héðinn sagði sig úr Kommúnistaflokknum, hirtist grein um Héðin og viðskilnað lians við kommúnista í Alþýðublaðinu. Var þar ráðizt harkalega á Héðin fyrir stjórnmálaafskipti lians á síð- ari.árum. Af grein þessari virðist mega ráða, að Alþýðuflokkurinn ætli ekki að opna náðarfaðm sinn fyrir Héðni, þó að liann knýi þar liurðir. Héðinn er talinn ráðríkur með af- brigðum. Og það er því ekki ósenni- legt, að þeir, sem ráðin liafa i Al- þýðuflokknum, kæri sig ekkert um að keppa við Héðin um vegtyllur og völd innan flokksins. Þó getur verið, að þeir telji að Héðinn sé nú svo hrakinn og hrjáður, að liann verði hvorki kröfuharður um völd né virðingarstöður, en auðmjúkur og lítilþægur, eins og tiinn glataði sonur. En úr þes'su verður sennilega hrátt skorið. II. Það upplýstist á Dagsbrúnarfundi fyrir nokkru, að kommúnistar eru ekki eins andvígir rikis- og vara- lögreglu og þeir láta i veðri vaka. Fyrir tæpum 2 árum flutti Héð- inn Valdimarsson Alþýðuflokknum tilhoð frá kommúnistum, um að taka upp baráttu fvrir rikislögreglu

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.